Upphaf
þýzku þjóðarinnar var þróunarferill, sem tók margar aldir.
Orðið „þýzkur” kom fyrst fram á 8. öld og náði þá því
næst aðeins yfir tunguna, sem töluð var í austurhluta Frankaríkis.
Í þessu ríki, sem var valdamest á dögum Karls mikla, bjuggu þjóðflokkar,
sem töluðu germanskar og rómverskar mállýzkur.
Eftir dauða Karls (814) leið það undir lok.
Að loknum mismunandi og mörgum erfðaskiptum, urðu til Vestur- og Austurríki,
sem höfðu nokkuð glögg landamæri milli þýzku- og frönskumælandi fólks.
Smám saman þróaðist samkennd meðal íbúa Austurríkisins.
Skilgreiningin „þýzkur” færðist af tungunni yfir á þá,
sem töluðu málið, og að síðustu yfir á landssvæðið
Þýzkaland. Landslag
er mjög fjölbreytt og hrífandi.
Norðurþýzka láglendið, Miðhálendið og Foralparnir með
nyrzta hluta Alpafjalla.
Svartiskógur
liggur meðfram Efri-Rínarsléttunni, sem hefur hagstæðasta loftslagið
í landinu og liggur u.þ.b. 80 m yfir sjó.
Í Svartaskógi er hæsta fjallið Feldberg, 1.493 m, umkringt alls
konar heilsuhælum.
Austur frá Svartaskógi teygjast Svaba-Franken-fjöllin, 400 m há,
þar sem hæst ber.
Austar er Bæjaraskógur í hálendi, sem liggur hæst 1.457 m.
Í þröngum dal, milli Bingen og Bonn, rennur aðalumferðaræð
landsins, Rín, úr suðri til norðurs í gegnum Hellufjöll, sem eru
tilltölulega strjálbýl vegna minni frjósemi jarðarinnar en
í skjólgóðum hliðardölum Rínardalsins.
Milli Rínarlandsins í vestri og Thüringen í austri teygist
hessneska miðhálendið, hæst 500-600 m, með dölum og lægðum.
.
|