Potsdam
í Brandenburg er í 35 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn er u.þ.b. 143.000.
Borgin er mikill ferðamannastaður.
Hún skemmdist mikið í síðari heimsstyrjöldinni.
**Sanssoucihöllin
og garðurinn. Höllin var
reist á blómaskeiði rokokostílsins frá árinu 1775.
Í garðinum eru aðrar byggingar, Neue Kammern (1771-74),
myndaskáli (1755-63), kínverska tehúsið (1754-56), *Nýja höllin
(1763-69) með u.þ.b. 400 herbergjum og Charlottenhof-höllin
(1826-28). Garðurinn líkist
Versalagarðinum.
*Cecilienhofhöllin (1913-17) er veiðihöll í enskum stíl í nýja
garðinum.
Árið 1945 sömdu þjóðhöfðingjar BNA og USSR og forsætisráðherra
Breta (Potsdamsamkomulagið) um skiptingu Evrópu í höllinni. Höllin er nú minjasafn og hótel.
*Marmarahöllin (1787-91) er nú hersafn.
*Brandenburg Tor.
Sigurhlið í miðbænum.
*Nikulásarkirkjan
í endurreisnarstíl í miðbænum.
*Ráðhúsið
í barokstíl frá 1753-55 er í miðbænum. |