Wittenberg Þýskaland,
Flag of Germany


WITTENBERG
ÞÝSKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Wittenberg, Lútersborgin í Sachsen-Anhalt, er í 64-104 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldi er u.þ.b. 54.000.  Borgin var lengi aðsetur saxnesku kjörfurstanna af Wettin.  Árið 1502 var fyrsti landfurstaháskólinn stofnaður.

Martin Luther fékk hér kennarastöðu árið 1518.  Árið 1517 hengdi hann upp mótmæli sín í 95 liðum á hlið hallarkirkjunnar.  Það var upphaf siðbótarinnar.  Árið 1518 settist Philipp Melanchthon að í Wittenberg.  Árið 1520 var páfabréf með bannfæringarhótun brennt við Elster-hliðið.

Á seinni öldum skemmdist Wittenberg í orrustum við Prússa og Franka.

Wittenberg er nú iðnaðarborg (köfnunarefni, gúmmívinnsla o.fl.).

Luther og Melanchthon eru grafnir í hallarkirkju.  Kirkjan var endurnýjuð 1883-92.

Í Augusteum er Luthersalur með siðbótarsafni og Melanchthonhaus með vinnuherbergi og dánarstað hins fræga guðfræðings fornbókastefnunnar.

Mynd:  Gröf Lúters.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM