Dresden Þýskaland,
Flag of Germany


DRESDEN
ÞÝZKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Dresden, höfuðborg Sachsen, er í 120 m hæð yfir sjó.  Dresden er listaborg, sem var stofnuð í byrjun 13. aldar.  Á 15. öld varð hún að föstu setri Wettinerfurstanna og upplifði blómaskeið menningar á 16. og 17. öld.  Hún varð meðal fegurstu barokborga heims.  Tjónið í loftárásum bandamanna í febrúar 1945 var óskaplegt en hún reis úr rústunum á sjöunda og áttunda áratugnum.  Elba rennur um borgina.  Síðustu áratugi hefur Dresden orðið að iðnaðarborg (elektrótækni, elektróník, véla- og verkfærasmíði, matvæli og neyzluvörur, prentun, lyf o.fl.).  Borgin er miðstöð vísinda og mennta og hljómlistarborg; Carl Maria von Weber, Wagner og Strauss voru upphafsmenn mikillar óperuhefðar.  Á sumrin eru hljómleikar fílharmoníuhljómsveitar Dresden í Zwingerhof.

*Kreuzkirche
(f.hl. 13.aldar).  Brann þrisvar.  Barok frá 1764-92.  Skemmdist mikið 1945.  Endurbyggð 1950.  Aðsetur krosskórs Dresden.

*Brühlschen Terrasse
var hluti borgarmúra 16. aldar.  Var breytt í garð 1740.  Fallegt útsýni yfir Elbu.

*Katólska dómkirkjan
(1739-55; barok).  fyrrum hirðkirkja Dresden.  Brann 1945.

*Zwinger
(1711-28; barok).  Tákn Dresden.  Einstakt listasafn.  Garðurinn er 116x107 m. Í honum er hátíðasvæði, þar sem haldnir eru hljómleikar.

**Málverkasafnið
er eitt hið athyglisverðasta í Þýzkalandi.

**Stóri Garður
(við aðalbrautarstöðina; 1676-94; barok).

*Deutsches Hygiene Museum: 
Nákvæmnisvinna alls konar.

*Koparstungusafn. 
U.þ.b. hálf milljón verka frá 15. öld til okkar daga.

*Sjónvarpsturninn
(252 m).  Tveggja hæða veitingahús í 148 m hæð.  Frábært útsýni.

*Pillnitzhöllin. 
Tvær hallir, Wasserpalais og Bergpalais (1720-23; barok).

*Moritzburghöll. 
14 km frá Dresden frá miðri 16. öld í endurreisnarstíl en frá 1723-36 í barokstíl.  Fyrrum veiðihöll, nú baroksafn (húsgögn, vagnar, postulín, veiðivopn, málverk o.fl.).

*Königstein. 
30 km frá Dresden frá 13. öld.  Óvinnandi virki á 16. öld.  Fangelsi.  Upphafsmaður evrópskrar postulínsgerðar (1709), Johann Friedrich Böttger, 1706-07.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM