Trier Þýskaland,
Flag of Germany


TRIER
ÞÝSKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Trier, í Rheinland-Pfalz, er í 330 m hæð yfir sjó.  Trier er fjörug borg við ána Mósel, sem er skipgeng upp að höfninni.  Trier er elzta borg Þýzkalands, sem rústir frá rómverskum tíma sanna.  Slíkar rústir hafa ekki fundizt enn þá annars staðar norðan Alpafjalla.  Eins og í öðrum borgum, eru margar kirkjur í borginni, sem var biskupssetur frá 4. öld.  Hún er líka háskólaborg, heimspeki og guðfræðiháskóli.  Mikil vínverzlun í tengslum við vínræktarhéruðin umhverfis.  Karl Marx fæddist í borginni.

Porta Nigra var hlið á borgarmúrum Rómverja frá 2. öld.  Því var breytt í kirkju 1040 og 1804-17 var því breytt aftur í upprunalegt ástand.  Í Simonenstift við hliðina á Porta Nigra er borgarsafnið.

Aðalmarkaðstorgið er við enda Simonenstraße.

Rómverska kirkjan (Die Römische Basilika).  Konstantín keisari byggði hana árin 306-312.  Hann gerði kristni að ríkistrú Rómverja.

Keisaraböðin (Die Kaiserthermen) eru frá 4. öld.  Byggingarnar voru kastali á miðöldum.  Þær voru allstórar, 250 m langar, með neðanjarðar- og hliðargöngum fyrir starfsfólk.

Rómverska hringleikahúsið var byggð árið 100.  Þar er og var rúm fyrir 25.000 áhorfendur.  Það var notað fyrir dýrabardaga og skylmingaþræla.

St. Paulinuskirkjan er ein aðalbarokkirkjan í Rheinland.  Baltasar Neumann byggði hana á árunum 1732-54.

Barbarathermen er rómverskt bað frá 2. öld.  Marmaralíkneski, sem fundust þar eru í þjóðminjasafni.

Dómkirkjan var byggð á 4. öld af Rómverjum.  Endurbyggð 1100-1300.

Frankaturninn er íbúðarturn í rómönskum stíl.  Eigandi var Franco von Senheim á 11. öld.

Kjörfurstahöllin.  Fyrrum bústaður erkibiskupa og kjörfursta í Tier.  Byggð á 17. og 18. öld.  Núverandi setur héraðsstjórnar.

Rómverska brúin.  Undirstöðurnar eru frá rómverskum tíma.  Bogarnir eru frá 1717-18.  Aðeins neðar í ánni eru leifar undirstaðna frá því fyrir Krists burð.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM