Heidelberg Þýskaland,
Flag of Germany


HEIDELBERG
ÞÝZKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Heidelberg í Baden-Württemberg er í 110 m hæð yfir sjó.  Gamalfræg háskóla- og höfuðborg í kjörgreifadæminu Heidelberg við ána Neckar, þar sem hún streymir út úr fjalllendi Odenwalds niður á Rínarsléttuna.  Hallarrústirnar gnæfa yfir gamla borgarhlutann milli fljóts og hlíða.  Bezta yfirsýnin fæst af Theodor-Heussbrúnni eða frá Philosophenweg.  Ýmsar vísindastofnanir eiga þar aðsetur, t.d. Max-Planckstofnanirnar í kjarneðlisfræði, læknisfræði, stjörnufræði og lögfræði (alþjóðaréttur).
Helzti iðnaður er framleiðsla prentvéla, landbúnaðartækja, líms og þéttiefna og sjálfblekjunga auk efna- og eðlisfræðilegra tækja.  Einnig eru mörg útgáfufyrirtæki í Heidelberg.

Heid
elberg er fyrst getið sem byggðar við múra kastala við Neckar árið 1196.  Kjörgreifinn settist þar að.  Ruprecht I, greifi, stofnaði háskólann árið 1386 og um leið hófst byggingarsaga hallarinnar, sem stendur  enn þá að hluta til.  Borgin og höllin urðu illa úti í falsneska erfðastríðinu 1689 og 1693.  Árið 1970 flutti Karl Philipp, kjörfursti, aðsetur sitt til Mannheim.  Árið 1802 lagðist sá hluti Fals, sem er á austurbakka Rínar, undir markgreifadæmið, sem síðar varð stórhertogadæmið Baden.  Heidelberg var hlíft við loftárásum í síðari heimsstyrjöldinni, líklega vegna þess, hve margir bandarískir foringjar bandamanna höfðu stundað þar nám.

Nágrenni Heidelberg
Heiligenberg:  5,5 km norðan Heidelberg (443 m).  Rústir Michaelkirkju (basilica;  fornrómverskur byggingarstíll) frá 11. öld.

Königstuhl:  7 km austan Heidelberg (Bergbahn).  82 m hár sjónvarpsturn og stjörnuathugunarstöð.  Mikið útsýni yfir Rínarsléttuna, Necardalinn og Odenwald.

Schwetzingenhöll:            12 km vestan Heidelberg.  Sumaraðsetur kjörfurstanna á 18. öld.  Fallegir hallargarðar og rokokoleikhús (1746-52 eftir Pigage).

Necardalurinn er 371 km langur.  Necar rennur í Rín við Mannheim.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM