Ansbach Þýskaland,
Flag of Germany


ANSBACH
ÞÝZKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Ansbach í Bæjaralandi er í 409 m yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 40.000.  Borgin er í skógi vöxnum dal hinnar franknesku Rezatár.  Hún er kölluð borg frankneska rokokostílsins, sem þakkaður er markgreifunum af Brandenburg-Ansbach, sem bjuggu um hríð í bænum.  Ansbach er stjórnarsetur Mið-Franken.  Iðnaður þar byggist á gerviefna-, húsgagna-, verkfæra-, kjötvöru-, dregla- og fatnaðarframleiðslu.

Ansbach hét áður Onoldsbach.  Bærinn byggðist kringum Benediktínaklaustur, sem hl. Gumpert stofnaði árið 748.  Á 18. öld byggðu markgreifarnir upp barokhverfi sunnan gamla bæjarhlutans í Potsdamstíl.  Árið 1791 varð bærinn prússneskur og frá 1806 hluti af Bæjaralandi.


*Markgreifahöllin
(18.öld).  *Speglasalur í snemmrokokostíl og postulínssafn.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM