Stuttgart Þýskaland,
Flag of Germany


STUTTGART
ÞÝSKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Stuttgart í Baden-Württemberg er í 207 m hæð yfir sjó.  Borgin er í dalverpi, umkringdu skógum, ávaxta- og vínekrum og dalsmynnið opnast niður að ánni Neckar.  Neðst í dalnum eru sögufrægustu byggingar borgarinnar en önnur mannvirki teygjast upp eftir hlíðunum, þar sem víða er of bratt fyrir götur, þannig að notast verður við tröppur, sem kallast 'Staffeln'.  Í borginni eru tveir háskólar, listaháskóli, tónlistarháskóli, kennaraháskóli og iðnskólar.  Fjörugt leikhúss- og tónlistarlíf og ballet.  Daimler-Benz og Porsche bílaverksmiðjur, rafeinda-, véla-, nákvæmnis- og optískur iðnaður, vefnaður og pappírsiðnaður.  Mikil bókaútgáfa.  Ölkeldur er að finna í fjöllunum.

Árið 950 var stofnuð hrossaræktarstöð (stóðhestar), sem hét 'Stutkarten'.  Þaðan er svarti hesurinn í skjaldarmerki Stuttgart kominn.  Friedrich Shiller var í karlskóla í Stuttgart á síðari hluta 19. aldar.  Borgin skemmdist mjög mikið í síðari heimsstyrjöldinni.

*Aðalbrautarstöðin, *Hallartorgið, *Klausturkirkjan (15.öld), *Staatsgalerie, *Wilhelma (lysti- og dýragarður).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM