Düsseldorf
í Nordrhein-Westfalen, höfuðborg Nordrhein-Westfalen við Rín, þar
sem hún er 310 m breið, er í 38 m hæð yfir sjó.
Borgin var fyrrum aðsetur kjörfursta og er nú aðalstjórnsetur
Ruhrhéraðsins. Háskólaborg.
Tízku-, ráðstefnu- og sýningaborg.
Breiðar götu með fínum verzlunum og stórum grænum svæðum.
Köngisallee er aðalverzlunargatan.
Í gamla bænum eru gamlar krár og veitingastaðir, m.a. lengsta
barborð Evrópu. Um miðja
12. öld var Düsseldorf lítið fiskimannaþorp.
Hún fékk borgarréttindi árið 1288.
Listaháskóli var stofnaður þar árið 1867.
Óperan
og leikhúsið eru í fremstu röð slíkra menningarstofnana í Þýzkalandi.
Alls konar sýningar og listahátíðir Listaakademíunnar, tízkusýningar
Tízkuskólans og leikviðburðir eru meðal þess, sem má fylgjast með
í Düsseldorf.
Um
miðja 12. öld var Düsseldorf lítið fiskiþorp.
Árið 1288 veitti greifinn Adolf von Berg því borgarréttindi
og Wilhelm II, hertogi, gerði staðinn að höfuðborg sinni árið
1386. Eftir að ættarlína
Berghertoganna brast árið 1609 féll Bergland undir Pfalz-Neuburg og Düsseldorf
varð aðsetur hins skrautelskandi kjörfursta, Johann Wilhelm
(1679-1716). Hann skipulagði
og lét byggja nýju borgina, réði til sín fjölda listamanna og
stofnaði málverkasafnið. Karl
Philipp, bróðir hans og erfingi, flutti bústað sinn árið 1716 til
Heidelberg og árið 1720 til Mannheim.
Listaakademían, sem var stofnuð 1867, gerði Düsseldorf að miðstöð
lista. Borgin hefur dafnað
á mörgum sviðum síðan en þó einkum á viðskiptasviðinu.
Þar hefur verið japönsk viðskiptamiðstöð í nokkur ár. |