Garmisch
- Partenkirchen í Bæjaralandi er í 720 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn er u.þ.b. 27.000. Bærinn er einhver vinsælasti
ferðamannastaður Bæjaralands í Ölpunum.
Árið 1936 fóru þar fram vetrarólympíuleikar.
Bærinn liggu rí breiðum dal Loisachárinnar, umgirtur háreistum
fjöllum.
Á
dögum Rómverja hét bærinn Parthanum.
Hann varð mikill verzlunar- og markaðsstaður upp úr 1361
venga nágrennis við verzlunarleiðina milli Augsburg og Ítalíu um
Mittenwald og blómstraði á síðmiðöldum.
Báðir bæjarhlutarnir Garmisch og Partenkirchen eru frá síðari
hluta 13. aldar og tilheyrðu ríkisgreifadæminu Werdenfels, sem féll
undir Bæjaraland árið 1803. Eftir
afturkipp í velgengninni á 17. öld fór bærinn að vaxa sem miðstöð
ferðamanna allt árið.
Ólympíuleikvangurinn
er skoðunarverður.
Nágrenni Garmisch Partenkirchen
Wank:
3 km na GP. Svifbraut
upp í 1780 m hæð.
Kreuzeck:
4 km s GP í 1652 m hæð.
Eckbauer:
4 km sa GP í 1239 m hæð.
Osterfelderkopf:
5 km sv GP í 2050 m hæð.
Partnachklamm:
3 km sa GP. Fallegt
gljúfur með jarðgöngum og hellum.
Höllentalklamm:
6 km sv
GP. Frá H.Höllentalklammkofa
í 1045 m hæð liggur leið um mörg göng og hella að gljúfurendanum
í 1161 m hæð.
Zugspitze:
10
km sv GP. Hæsta fjall Þýzkalands
(2963 m). 18,7 km löng tannhjólabraut upp að Hotel
Schneefernerhaus í 2650 m hæð og þaðan liggur kláfferja upp í
2950 m, þar sem er útsýnispallur.
Frá Eibsee liggur 4,5 km löng leið í stórum vögnum kláfferju
beint upp á topp. Á
vesturtindinum (2963 m) gnæfir endurvarpsstöð (1974/5), þar sem áður
var Münchner Haus. Í hlíðum
Zugspitze er snjóöruggasta skíðasvæði Þýzkalands, einnig á
sumrin. |