Eisenach Þýskaland,
Flag of Germany


EISENACH
ÞÝZKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Eisenach í Thüringen erí 215 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 50.000.  Hún er oft nefnd Luthers, Bach- eða Wartburgborgin.  Árið 1967 var fagnað 900 ára afmæli Wartburghallar, 450 ára afmæli siðbótarinnar og 150 ára afmæli fundar prófessora og stúdenta í Wartburg.  Á tímabilinu 1572-1741 var Eisenach aðsetur hertoga Sachsen-Eisenach.  Í höllinni er Thüringensafnið (málverk þýzkra meistara, postulín og glermunir).

**Wartburg (1067) er einn þekktasti kastali Þýzkalands.  Hann var furstahöll frá síðari hluta 12. aldar til fyrri hluta 13. aldar og menningarmiðstöð þess tíma.  Síðrómanska höllin er fegursta bygging snemmmiðalda, sem er ekki guðshús.  Wartburg er tákn Eisenach og á heimsminjaskrá.

Árin 1521-22 fór Luther huldu höfði og á meðan hann dvaldi í Wartburg þýddi hann nýja testamentið á Þýzku.  Þar með skóp hann þýzkt ritmál.  Lutherstofan í fógetahúsinu er varðveitt.  Listasöfn Wartburg ná yfir miðaldalist, endurreisnarlist, barok, stílhúsgögn frá 13.-18. aldar, gotneskar styttur, muni og prentun siðbótarsögunnar, flugrit Luthers o.fl.

*Luthershúsið.

Mynd:  Wartburg.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM