Braunschweig Þýskaland,
Flag of Germany


BRAUNSCHWEIG
ÞÝZKALAND
.

.

Utanríkisrnt.

Braunschweig í Neðra-Saxlandi er í 80 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 270.000. Braunschweig er gömul furstaborg og önnur stærsta borg Neðra-Saxlands.  Hún er á frjósömu sléttlendi við ána Oker norðan Harzfjalla.  Í gamla bænum eru margar sögulegar minjar, þótt borgin hafi orðið illa úti í síðari heimsstyrjöldinni.  Tækniskólinn þar er hinn elzti sinnar tegundar í Þýzkalandi og er nú háskóli.  Kant-kennaraháskólinn.  Listaháskóli.  Ýmsar rannsóknastofnanir, eðlisfræði og tæknistofnanir.  Iðnaður:  Vélaiðnaður, vörubílaframleiðsla, nákvæmnisiðnaður, niðursuða grænmetis.  Miðlandsskurðurinn liggur rétt norðan Braunschweig.

Á 12. öld var Braunschweig uppáhaldsdvalarstaður Hinriks af Löwen (1129-1195).  Hún var Hansaborg frá 1247 og mikilvæg verzlunar- og umskipunarborg.  Árin 1753-1918 var hún aðalsetur furstanna í samnefndu furstadæmi.  Gamli bæjarhlutinn eyðilagðist næstum alveg í síðari heimsstyrjöldinni og hefur því nútímalegt yfirbragð.


*Hallartorgið.  Höllin Dankwarderode (1175) var endurbyggð.
*Dómkirkjan.  Rómönsk frá 1173-95.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM