Saarbrücken,
höfuðborg Saarlands, er í 182 m hæð yfir sjó í skógi vöxnum
Saardalnum. Hún er miðstöð
viðskipta og iðnaðar í Saarlandi.
Þar er háskóli, tónlistarskóli og fleiri menntastofnanir auk
útvarps- og sjónvarpsstöðva. Iðnaðurinn
byggist aðallega á stálframleiðslu, framleiðslu elektrónískra tækja,
sjóntækja, kalks og sements. Borgin
er líka mikilvæg fyrir ýmiss konar vörusýningar, enda í næsta nágrenni
við frönsku landamærin.Uppruna
Saarbrücken má rekja til keltnesks þorps, sem stóð þar fyrrum.
Rómverjar byggðu brú yfir Saar til að tryggja samgöngur og höfðu
varðstöð þar í litlu virki. Síðar
stóð þarna franska konungshöllin Villa Sarabrucca.
Saarbrücken lifði aðalblómaskeið sitt sem bústaður greifa
og síðar fursta af Nassau-Saarbrücken, einkum á 18. öld, þegar
Heinrich fursti (1741-68) ríkti. Þá
lét hann byggingarmeistarann Friedrich Joachim Stengel prýða borgina
mörgum barokbyggingum. Miklar birgðir járns og kola í jörðu gerðu borgina að
mikilvægri miðstöð viðskipta og iðnaðar á 20. öld.
Skoðunarvert
Höllin
var byggð á 19. öld og er nú stjórnsýslusetur.
Þaðan er fallegt útsýni yfir borgina.
Steindar rúður hallarkirkjunnar (G. Meistermann) og
furstagrafirnar kynnu að vekja áhuga sumra.
*Ludwigskirkjan
er í grennd við samnefnda höll.
Hún var endurbyggð og er nútímalega að innan.
*Klausturkirkjan
St. Arnual
(13.-14. öld) er í borgarhverfinu St. Arnual.
Þar er fjöldi grafsteina aðalsmanna af Nassau-Saarbrückenætt.
Þýzk-franski
lystigarðurinn
með
vatnsorgeli og Gulliversýningu er í borginni suðvestanverðri.
Saarlandsháskólinn
er í fallegum skógi við Schwarzenberg, 5 km norðaustan borgarmiðjunnar. Við vegin til St. Ingbert (B40) er Halberghöllin og Útvarp
Saarland til hægri og vegurinn að Dýragarðinum með rúmlega 600 dýrategundir. |