Rothenburg
í Bæjaralandi er í 425 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn er u.þ.b. 12.000.
Rothenburg byggðist umhverfis einn Hohenstaufenkalstalanna á 12
öld. Um 1400 reis nafn bæjarins
hvað hæst undir stjórn Heinrich Topplers borgarstjóra.
Í þrjátíuárastríðinu fylgdi borgin Gústaf I Adolf, Svíakonungi,
að málum. Árið 1631 réðist
keisaraherinn undir stjórn Tillys hershöfðingja inn í Rothenburg og
lagði hana undir sig. Þá
var Nusch borgarstjóri í bænum og hann lagði á sig að þamba 3,25
lítra af víni til að koma í veg fyrir að Tilly brenndi bæinn.
Honum tókst það, bænum var þyrmt, en þetta afrek varð
banabiti borgarstjórans. Rothenburg
er einstakur bær við Rómantísku leiðina.
Borgarmúrar og turnar eru varðveittir óbreyttir frá þjrátíuárastríðinu
(1618-48). |