Cuxhafen er borg í Neðra-Saxlandi
í Norðvestur-Þýzkalandi. Hún er hafnarborg við ósa Elbu, 134 km
austsuðaustan Hamborgar. Hamborgarar náðu henni á sitt vald árið
1394 og gerðu hana að hafnarborg sinni þar til hún féll til Hanover
1937. Cuxhafen fékk borgarréttindi
árið 1907. Í síðari heimsstyrjöldinni varð hún fyrir miklum
sprengjuárásum og bandamenn náðu henni í maí 1945. Meðal sögulegra
bygginga borgarinnar eru 14. aldar Ritzebüttel-kastalinn (héraðssafn) og
14. aldar viti, hinni elzti á ströndum Þýzkalands á eyjunni
Neuwerk.
Cuxhafen
er meðal stærstu fiskihafna Þýzkalands og höfuðstöðvar
fiskvinnslu í landinu. Um höfnina fara miklir
vöruflutningar og talsvert er um skipasmíðar. Cuxhaven
er einnig ferðamannaborg með baðströndum, heilsubótarstöðum og miðstöð
skútusiglinga til Frísnesku eyjanna. Áætlaður íbúafjöldi árið
1989 var rúmlega 55 þúsund. |