dóná ţyskaland austurríki ungverjaland slóvakía serbía búlgaría rúmenía úkraína moldóva króatía,
Flag of Germany

FLJÓTASIGLING JARĐFRĆĐI DÓNÁRDALUR .

DÓNÁ
.

.

Utanríkisrnt.


Utanlandsferđir

Dóná (Donau, Danuvius, Danu, Duna, Dunare, Duná, Tuna, Danubis, Istros Dunav) er nćstlengsta á Evrópu eftir Volgu.  Upptök hennar eru í Svartaskógi í Ţýzkalandi, ţar sem árnar Brigach og Breg koma saman viđ Donaueschingen.  Ţađan tekur hún stefnu í austur, heitir Dóná, og er 2850 km (1771 mílur) ađ lengd til Svartahafs.  Ţar er geysistórt óshólmasvćđi hennar í Rúmeníu og Úkraínu.

Í mannkynssögunni er ţessi mikla móđa landamćri Rómarveldis í norđri og myndar núna landamćri 10 landa, Ţýzkalands (7,5%), Austurríkis (10,3%), Slóvakíu (5,8%), Ungverjalands (11,7%), Króatíu (4,5%), Serbíu (10,3%), Rúmeníu ( 28,9%), Búlgaríu (5,2%), Moldóvu (1,7%) og Úkraínu (3,8%).  Vatnasviđ Dónár nćr til annarra níu landa, Ítalíu (0,15%), Póllands (0,09%), Sviss (0,32%), Tékklands (2,6%), Slóveníu (2,2%), Bosníu Herzegóvínu (4,8%), Svartfjallalands, Makedóníu og Albaníu (0,03%).

Helztu ţverár Dónár eru:  Iller, Lech og Regen (viđ Regensburg Ţ.), Isar (handan Deggendorf Ţ.), Inn (viđ Passau Ţ.), Enns, Morava (viđ Devín kastala), Leitha og Váh (viđ Komárno), Hron, Ipel, Sió, Dráva, Vuka, Tisza, Sava (viđ Belgrad), Timis Velika Morava, Caras, Jiu, Iskar, Olt, Vedea, Arges, Ialomita, Siret og Prut.

Efsta myndin sýnir Dónárlindina.  Miđmyndin sýnir Dónárbugđuna í grennd viđ borgina Visegrád í Ungverjalandi og hin neđsta Búdapest.

Áin rennur um ţýzku borgirnar Tuttlingen, Sigmaringen, Ulm, Ingolstadt, Regensburg og Passau.  Í Austurríki eru ţćr Linz og Vín (Dónárskurđur).  Í Slóvakíu eru ţćr Bratislava, Kom árno og Stúrovo.  Í Ungverjalandi eru ţćr Györ, Komárom, Esztergom, Visegrád, Vác, Szentendre, Budapest, Százhalombatta, Ráckeve, Dunaújváros, Paks, Baia og Mohács.  Í Króatíu eru ţćr Vukovar og Ilok.  Í Serbíu eru ţćr Apatin, Backa Palanka, Novi Sad, Belgrad, Smedervo og Donji Milanovac.  Í Rúmeníu eru ţćr Moldova Noua, Orsova, Drobeta-Turnu Severin, Calafat, Corabia, Turnu Magurele, Zimnicea, Giurgiu, Oltenita, Calarasi, Fetesti, Cernavoda, Harsova, Braila, Galati, Isaccea, Tulcea og Sulina.  Í Búlgaríu eru ţćr Vidin, Lom, Kozlodui, Nikopol, Pelene, Svishtov, Rousse, Tutrakan og Silistra.  Í Úkraínu eru ţćr Reni Izmail, Kiliya og Vylkovo.

Fyrsti áfanginn, milli lindarinnar og Devín-hliđsins, er um fjalllendi.  Áin heldur ţessum einkennum til Passau (0,0012%), en ţađan til Devín-hliđs 0,00006%.  Miđhlutinn, frá Devín-hliđi til Járnhliđs, breikkar og međalhallinn er 0,00006%.  Lćgsti hlutinn, milli Járnhliđsins og Sulina, hefur međalhallann 0,00003%.

Óshólmasvćđiđ er á heimsminjaskrá UNESCO (1991).  Fenjasvćđi ţess eru á Ramsar-listanum, ţví ţau eru búsetu- og viđkomusvćđi gríđarlegra hópa farfugla, ţ.m.t. tegunda í útrýmingarhćttu (dvergskarfur; phalacrocorax pygmaeus).  Ţessu svćđi stafar hćtta af fjölgun skipa- og fráveituskurđa.

Menning tengd Dóná:  Steinaldaminjar hafa fundizt viđ miđbik árinnar og hátt á ţriđja ţúsund ára minjar viđ Vukovar í Króatíu (leirmunir).  Minjar frá sjöttu til ţriđju teinaldar f.Kr. hafa fundizt víđa og Dóná var hluti Rómarveldis.

Alţjóđlegu samtökin (ICPDR = International Coimmission for the Protection of the Danube River) um verndun árinnar og umhverfis hennar eru mikilvćg.  Fjöldi ţátttökuríkja er 13 (Ţýzkaland, Austurríki, Tékkland, Slóvakía, Slóvenía, Ungverjaland, Króatía, Bosnía og Herzegovína, Serbía, Búlgaría, Rúmenía, Moldóva og Úkraína auk ESB).

Ţessi samtök voru stofnuđ 1998.  Verkefni hennar eru ekki einungis áin sjálf, heldur allt nánasta umhverfi hennar á leiđinni stil Svartahafs.  Ţađ nćr til ţveránna og alls vatnasviđsins.  Stefnt er ađ náinni samvinnu um skynsamlega stjórnun sjálfbćrarrar nýtingar og verndunar til hagsbóta fyrir öll viđkomandi lönd.

Tónskáldiđ Jóhann Strauss mćrir Dóna í valsinum „Dóná svo blá”.  Strauss fékk innblástur í ferđalagi niđur međ ánni.  Margar mćđur raula ţetta lag sem vögguvísu.
Rúmenska tónskáldinu Ion Ivanovici (1845-1902) varđ áin líka ađ yrkisefni í verkinu „Öldur Dónár”.  Ţađ var fyrst flutt viđ stormandi lukku á heimssýningunni í París 1889.
Joe Zawinul samdi synfóníu um Ána og kallađi hana „Sögur um Dóná”.  Hún var flutt fyrst á Bruckner-hátíđinni í Linz 1993.
Áin á veglegan sess í ţjóđsögn Búlgaríu, ţar sem hún er tákn fegurđar landsins.
Ţýzkar hefđir í landslagsmálaralist eiga ađ hluta uppruna í Dónárskólanum á 16. öld.
Frćgasta bókin um Dóná er hugsanlega meirstaraverk Cladio Magris, Dóná.
Vísindaskáldsagan „Jarđarbörn” eftir Jean Auel vísar til Dónár sem hinnar miklu móđurár.
Dóná kemur fyrir í kvikmyndinni „Ister”.
Hlutar ţýzku vegamyndarinnar „Í júlí” voru kvikmyndađir međfram Dóná.
Hinn nafnkunni hryllingsmyndahöfundur Algernon Blackwood byggđi frćgustu sögu sína, „Víđarnir”, á ferđ niđur Dóná.
Spike Jones hćddist ađ Dónárvalsi Strauss og lýsti lit árinnar í írsku ţvottakonukvćđi:
„Oh, the Danube is green as the grass in the spring
It's as green as the dollar you spent on a fling
It's as green as the paint that you put on the screen
It's as blue as--the Danube is greener than green!

.
Reiđhjólaleiđin međfram Dóná:  er talin einhver vinsćlasta slík leiđ í Evrópu, einkum síđari hluti hennar, sem hefst í Passau í Ţýzkalandi viđ austurrísku landamćrin.  Ţađan liggur hún til Vínarborgar á malbikuđum stígum beggja vegna árinnar um brýr og međ ferjum.  Venjulegast hjólar fólk frá vestri til austurs um ţessa leiđ, ţví ţá hallar undan fćti og ríkjandi vindar eru úr vestri.  Alls stađar á leiđinni eru falleg smáţorp, heillandi umhverfi, kastalar á hćđum, klaustur og hjáleiđir um skóglendi og rćktađ land.  Flestu fegurstu svćđin eru á norđur eđa vinstri bakkanum í Wacha-vínrćktardalunum, sem er á heimslista UNESCO.
Reiđhjólaleiđinni er gjarnan skipt í fjóra hluta:
1.  Donaueschingen-Passau (550 km).
2.  Passau-Vínarborg (320 km).
3.  Vínarborg-Búdapest (330 km).
4.  Búdapest-Svartahaf.

Efnahagsgildi Dónár.  Drykkjarvatn.  Áin er alls stađar uppspretta drykkjarvatns milljóna manna.  Í Baden-Württemberg í Ţýzkalandi fengu íbúarnir u.ţ.b. 30% ţess frá vatnshreinsunarstöđvum á svćđinu milli Stuttgart, Bad Mergentheim, AAlen og Alb-Donau.  Ađrar borgir eins og Ulm og Passau nota líka Dónárvatn.
Í Austurríki og Ungverjalandi fćst mestur hluti vatnsins úr borholum og lindum.  Einungis lítiđ eitt af hreinsuđu vatni úr Dóná er notađ.  Víđast er mjög erfitt ađ hreinsa vatniđ vegna hinnar miklu mengunar.  Ţar sem vatniđ er hvađ hreinast í hlutum Rúmeníu, er ţađ mikiđ notađ.

Fiskveiđar voru mikilvćgur atvinnuvegur á miđöldum en er tćpast svipur hjá sjón nú.  Nokkur veiđi er enn stunduđ ţar sem vatniđ er hreinast og í árósunum.

Nokkrir mikilvćgustu ferđamannastađir og náttúruperlur Dónárleiđarinnar eru:  Wachau-dalur, Donau-Auen-ţjóđgarđurinn í Austurríki, Efri-Dónárţjóđgarđurinn í Ţýzkalandi, Kopacki rit í Króatíu, Járnhliđiđ og Dónárósar í Rúmeníu.

Ađalţjóđgarđar viđ Dóná eru:

  • Efri-Dóná í Ţýzkalandi
  • Nátturuverndarsvćđiđ Donauleiten í Ţýzkalandi.
  • Donau Auen ţjóđgarđurinn í Austurríki.
  • Duna-Ipoly Nemzeti ţjóđgarđurinn í Ungverjalandi.
  • Kopački Rit ţjóđgarđurinn í Króatíu
  • Đerdap ţjóđgarđurinn í Serbíu.
  • Járnhliđsţjóđgarđurinn í Rúmeníu.
  • Biosphere náttúruverndarsvćđiđ í árósunum í Rúmeníu.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM