dóná fljótasigling,
Flag of Germany


DÓNÁ - FLJÓTASIGLING
.

.

Utanríkisrnt.


Utanlandsferðir

Booking.com

The Danube in BudapestDóná er hafskipafær frá Svartahafi til borgarinnar Braila í Rúmeníu og þaðan fljótabátum til Kelheim í Bæjaralandi í Þýzkalandi.  Minni bátar sigla til Ulm.  Næstum sextíu þverár Dónár eru skipgengar.

Eftir að skipaskurðurinn milli Rínar, Main og Dónár var grafin (verklok 1992), hefur Dóná verið hluti vatnavega um Evrópu þvera frá Rotterdam við Norðursjó til Svartahafs, u.þ.b. 3500 km vegalengd.

Árið 1994 varð áin opinber, samevrópsk flutningaleið, sem þurfti mikið fjármagn til uppbyggingar næstu 10-15 árin.  Vöruflutningar um ána námu u.þ.b. 100 milljónum tonna árið 1987.  Árið 1999 takmarkaðist flutningsgetan vegna sprengjuárása NATO á þrjár brýr í Serbíu.  Hreinsunarstarfi lauk árið 2002 og síðasta bráðabirgðabrúin, sem hamalaði umferð var fjarlægð árið 2005

The Danube Bend is a curve of the Danube in Hungary, near the city of Visegrád. The Transdanubian Medium Mountains lie on the left bank, while the Northern Medium Mountains on the right.Við hið svonefnda Járnhlið, streymir Dóná um gljúfur, sem myndar hluta markanna milli Serbíu og Rúmeníu.  Þar er stífla samnefnds raforkuvers og 60 km neðar við ána er önnur stífla austan gljúfurins og annað raforkuver.  Hinn 13. apríl árið 2006 flæddu 15.400 m3/sek. um gljúfrið.l

Manngerðar skipaleiðir eru á þremur stöðum við ána, Dónár-Tisa-skurðurinn í Vojvodina-héraði í Serbíu, Dónár-Svartahafsskurðurinn (64 km) milli Cernavoda og Constanta í Rúmeníu (lokið 1984; styttir leiðina til Svartahafs um 400 km) og hinn 171 km langi Rínar-Main-Dónárskurður, sem var lokið 1992 (tengir Norðursjó við Svartahaf).  Dóná er mikilvæg Evrópusambandinu, kölluð „Gangur VII”.  Eftir opnun skurðarins 1992 tengjast mestu iðnaðarsvæði Vestur-Evrópu höfninni í Rotterdam.  Vatnaleiðin er hönnuð fyrir stórflutninga (110x11,45m), en mun stærri prammar gætu athafnað sig víðat hvar á leiðinni.  Í Þýzkalandi eru nú (2008) fimm slaufur í ánni og tíu í Austurríki.  Tillögur um fleiri slíkar hafa ekki hlotið hljómgrunn vegna umhverfisáhrifa.

Neðan Freudenau-slaufanna í Vínarborg takmörkuðust frekari framkvæmdir við Gabcíkovo-stífluna í grennd við Bratislava og slaufurnar tvær við Járnhliðið milli Serbíu og Rúmeníu.  Þær líkjast mörgum slíkum í Volgu, u.þ.b. 300 m langar og rúmlega 30 m breiðar.  Neðan Járnhliðsins streymir vatnið hömlulaust til Svartahafs, alls 860 km leið.

Dóná tengist Rín um Main við Kelheim og Dónárskurðinn í Vínarborg.  Auk nokkurra smárra skipaskurða eru aðalþverárnar, Drava, Sava og Tisza.  Dónár-Tisa-Dónárskurðurinn í Serbíu tengir svæði niður með ánni.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM