Konstanz Þýskaland,
Flag of Germany


KONSTANZ,
ÞÝZKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Konstanz í Baden-Württemberg er í 407 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 70.000.  Borgin er í fögru umhverfi Bodenvatns á ganga á milli Obervatns og Untervatns rétt við svissnesku landamærin, sem liggja reyndar í gegnum borgina.  Borgin er mikilvægt menningarsetur með háskóla og sérstakan verkfræðiháskóla, öflugt leik- og tónlistarlíf og vinsæl funda- og ráð-stefnuborg.  Þar eru tvær vatnalíffræðistofnanir og veðurstofa.  Viðskiptalífið byggist helzt á ferða-mönnum, verzlun, vínrækt, raf- og málmiðnaði, lyfja- og fataiðnaði.

Gamli borgarhlutinn með húsum frá miðöldum liggur milli Rínar og svissnesku landamæranna.  Nýjustu borgarhlutarnir teygjast út með hlíðum Bodenhæðarinnar.  Blómaeyjan *Mainau tilheyrir borginni og er vissulega heimsóknar virði.

Konstanz óx upp úr rómverskum herbúðum, sem þar stóðu á 1. öld e.Kr.   Árið 590 varð borgin biskupssetur stærsta biskupsdæmis Þýzkalands.  Konstanz var á vegamótum mikilvægra verzlunarleiða til Ítalíu og Frakklands og blómstraði af þeim sökum.  Húnvarð verzlunarstaður árið 900 og frjáls ríkisborg 1192-1548.  Þegar katólska umbótaráðið hittist í Konstanz árin 1414-18 var Martin V valinn páfi og siðabótamaðurinn Jan Hus dæmdur til að brennast á báli fyrir villutrú 1415 (honum hafði verið lofað griðum, ef hann kæmi sjálfviljugur fyrir ráðið en var svikinn og brenndur).

Konstanz var þyrmt í síðari heimsstyrjöldinni vegna nálægðar sinnar við svissnesku landamærin.  Háskólinn var stofnaður 1966.  Konstanz var áningarstaður fólks í suðurgöngu, m.a. Íslendinga.

**Mainau-eyja.  Mainau er 7 km norðan Konstanz.  Hún er 45 ha við suðurströnd Überlingenvatns og er fræg fyrir undurfagra garða með fjölbreyttum gróðri, sumum frá hitabeltinu.  Mainau er í eigu sænska greifans Lennart Bernadotte og stofnunar, sem hann stýrir til reksturs eyjarinnar.  Fyrrverandi stórhertogahöllin var reist á árunum 1739-46.

Reichenau-eyja.  Reichenau er 6 km vestan Konstanz í Untervatni.  það er hægt að aka út í hana.  Hún er  428 ha og hin stærsta í Bodenvatni.  Þar er ræktað mikið af grænmeti, m.a. í gróðurhúsum, sem þekja a.m.k. 18 ha.  Þar er kirkja frá 724, byggð af Karli Martell, langafa Karls mikla.  Klausturkirkjan í Oberzell (hl. Georgs), Mittelzell (dómkirkja hl. Maríu og hl. Markúsar) og Niederzell (dómkirkja hl. Péturs og hl. Páls) eru einhverjar athyglisverðustu byggingar snemmrómanska stílsins í Þýzkalandi (mjög athyglisverðar freskur).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM