Eifel
í Rheinland-Pfalz er fjalllendi milli Rínar, Mósel og Ruhrhéraðsins.
Það er að meðaltali 600 m hátt og 70x30 km að flatarmáli.
Rúmlega 200 eldfjöll sköpuðu þetta svæði eins og enn þá
má sjá við Laachervatn, Nürburgring, Daun og Manderscheid (og
reyndar víðar). Einkennandi
fyrir Eifel eru gígvötnin (Maare). Laachervatn er 52 m djúpt og umhverfis það eru fleiri en
40 gosrásir. Gígvötnin
í Daun eru líka athyglisverð og fögur.
*Nürburgring
(gerður 1925-27; endurnýjaður um 1990) er fegursta kappakstursbraut Þýzkalands. Norðurbrautin
er 22,8 km löng en hin syðri 7,7 km.
Víða eru brautir brattar (allt að 300 m hæðarmunur) með upp
undir 17% halla (ein með 27%). Hægt
að fá að aka brautirnar. Innkeyrsla
hjá Adenau-Breidscheid. |