Nördlingen Þýskaland,
Flag of Germany

Rómantíska leiðin      

NÖRDLINGEN
ÞÝSKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Nördlingen í Bæjaralandi er í 430 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 19.000.  Nördlingen er í dæld eftir stóran loftstein.  Hún er 20-25 km í þvermál og heitir Ries.  Næst á eftir Rothenburg og Dinkelsbühl kemur Nördlingen, þegar talað er um áhugaverðar og velvarðveittar borgir við Rómantísku leiðina.  Kjarni Nördlingen er Georgskirkjan, sem borgin er byggð utan um.  Hringinn í kring um borgina eru mj-ög vel varðveittir virkismúrar frá miðöldum.  Nördlingen er getið sem konunglegs hirðgóss árið 898.  Árin 1215-1803 var hún frjáls ríkisborg.  Í orrustu í 30 ára stríðinu sigraði keisaraherinn Svía við bæinn.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM