Goslar
í Neðra-Saxlandi er í 265-320 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn er u.þ.b. 50.000.
Goslar er 1000 ára keisara- og ríkisborg við norðurrönd
Harzfjalla. Sögulegar
minjar eru einkum höllin Kaiserpfalz, miðaldakirkjur og virki.
Gömul bindingshús. Heilsubótarstaðurinn
og skíðasvæðið Hahnenklee-Bockswiese við rætur Bocksberg (726 m).
Verzlunarstaður
á 10. öld í tengslum við silfurnám í grennd við Rammelsberg.
Því flutti Hinrik II, keisari, aðsetur sitt frá Werla yfir Okerdal til Goslar á 11. öld. Kaiserpfalz,
sem Hinrik II lét reisa, varð uppáhaldssetur Salier-keisaranna.
Viktor II, páfi, heimsótti þar Hinrik III.
Goslar varð ríkissamkomustaður og á 13. öld varð bærinn
Hansastaður. Árið 1340
varð Goslar sjálfstæð ríkisborg. Um miðja 16. öld glataðist námuréttur Goslar við
Rammelsberg, ófriður ríkti og hnignunarskeið hófst.
Tiltölulega nýlega hófst blómaskeið með iðnaði og ferðaþjónustu.
*Ráðhúsið
við Markaðstorgið er frá 15. öld en brunnurinn frá 13. öld.
*Kaiserpfalz
(1039-56) er í rómönskum stíl og er stærst slíkra halla í Þýzkalandi.
*Okertal
er 6 km suðaustan Goslar. Fallegur
dalur með Romkerhallerfossi. |