Helgoland
tilheyrir Slésvík-Holtsetalandi.
Eyjan er 2,1 km², 70 km frá ósum Elbu.
Hún rís eins og náttúrulegt virki úr rauðum sandsteini upp
úr Norðursjó. Hún er búin
að vera þýzk frá 1890, þegar Bretar létu hana af hendi gegn yfirráðum
á Sansibar (A-Afríka). Henni
var breytt í sjóherstöð, sem gegndi stóru hlutverki í síðari
heimsstyrjöldinni. Hinn
18. apríl 1945 varð Helgoland fyrir gífurleg-um loftárásum og í
stríðslok voru íbúarnir, sem eftir voru, fluttir brott.
Hinn 18. apríl 1947 voru hernaðarmannvirkin sprengd og við það umturnuðust klettar og klappir. Íbúafjöldi nú er u.þ.b. 2000.
Nærliggjani eyja heitir Düne.
Helgoland
var um tíma æfingaskotmark brezka sjóhersins og flughersins.
Því hlutverki lauk 1952 og enduruppbygging hófst.
Nú
er Helgoland vinsæll ferðamannastaður (tollfrjálst svæði).
Einu humarmið Þýzkalands eru við Helgoland.
Sjóferðin þangað frá Hamborg tekur u.þ.b. 6 klst.
Langvíur. |