Höfuðborg
Hessen er í 117 m hæð yfir sjó við rætur Tánushæða. Úthverfi hennar ná alla leið að Rín. Wiesbaden er eftirsóttur heilsubótarstaður vegna 27 volgra
lauga, milds loftslags og fagurs umhverfis.
Fjörugt leikhúslíf og nútímaverzlanir laða líka að.
Þar eiga aðsetur sitt Glæpadómstóll Þýzkalands, aðalmiðstöðvar
þýzkrar kvikmyndagerðar og margar bókaútgáfur.
Í og við Wiesbaden eru flestir stærstu vínkjallarar Þýzkalands.
Þar fer fram Rínarhrekkjavakan, hestamannamót í hallargarðinum
í Biebrich (maí), alþjóðlegir Maíhátíðarleikar, sumahátíðir
með skrautlýsingum, skoteldum og dansi í Heilsubótargarðinum (ágúst),
Vínhátíð Rheingau í Heilsubótarhúsinu (sept.) og Andreasmarkaðurinn
á Elsasstorgi (des.).
Rómverjar
færðu sér laugarnar í Wiesbaden í nyt og nefndu staðinn Aqae
Mattiacorum eftir þjóðflokki mattiaka (germanar), sem þar bjó.
Kládíus keisari (41-50 e.Kr.) lét byggja þar virki og rómversku
böðin voru þar sem nú stendur Eldabrunnurinn (Kochbrunnen).
Rómverjar yfirgáfu svæðin austan Rínar árið 406 og frankar
gerðu Wiesbaden að höfuðstað sínum.
Þá var byggð frankneskt turnvirki á núverandi hallarsvæði.
Einhard, ævisöguritari Karls mikla, minntist fyrstur á staðinn
Wisibada, baðið á engjunum, árið 829.
Þróunin í átt að ríkisborg hófst á 13. öld.
Friðrik II hélt hvítasunnuna hátíðlega þar árið 1236.
Erkibiskupinn í Mainz náði borginni undir sig og eyðilagði
hana árið 1242. Nassaugreifar
náðu henni undir sig um 1270 og byggðu sér þar óðal.Karl fursti
af Nassau-Usingen tók upp búsetu þar árið 1744 í nýbyggðri
Biebrichhöllinni. Árið
1816 varð Wiesbaden stjórnsetur nýstofnaðs hertogadæmis Nassau og
blómlegir tímar fóru í hönd.
Borgin
varð vinsæl sem heilsubótarstaður og hús voru byggð í
biedermeierstíl. Meðal
gesta baðanna voru furstar og fleira mektarfólk (Goethe 1814-15).
Hertogarnir Friedrich August (1803-16) og Wilhelm (1816-39) létu
skipuleggja og gera fallegar breiðgötur og byggja fallegar, klassískar
byggingar. Árið 1868 varð
hertogadæmi prússneskt og borgin höfuðborg héraðsins.
Allt fram undir fyrri heimsstyrjöldina var Wiesbaden mótstaður
keisara og hirðar. Á árunum
1926-28 sameinuðust nokkur sveitarfélög Wiesbaden, þannig að borgin
óx verulega og síðan 1945 hefur hún verið höfuðborg Hessen.
Skoðunarvert
*Heilsubótarsvæðið
er við norðurenda aðalgötu borgarinnar, Wilhelmstraße og sunnan súlnaganga
Hessneska leikhússins (1892-94). Heilsubótarhúsið
(1905-09; Friedrich von Thiersch) er skrautleg hátíðarbygging með jónískum
súlum í anddyri og spilavíti í vinstri álmunni.
Heilsubótargarðurinn er bak við húsið.
Höllin
(1837-41) er við Hallartorgið í hjarta borgarinnar.
Þar er nú þingið og ráðuneyti.
*Nerófjall
(245m) rís skógi vaxið norðan borgarinnar.
Tannhjólabraut liggur þangað upp, að góðum útsýnisstað
við grísku kapelluna, sem blasir víða við.
Dýra- og fuglagarðurinn
Fasanerie
er norðvestan borgarinnar við Schützenhausweg.
Biebrichhöllin
(1698-1744),
aðsetur Nassauhertoganna var endurbyggð í barokstíl.
Þar er aðalmiðstöð helztu kvikmyndafyrirtækja Þýzkalands.
*Eberbachklaustrið
er 17 km vestan Wiesbaden. Klausturskirkjan
frá 1186 og byggingar þess frá 12. og 14. öld eru í góðu ástandi
(Þýzka vínakademían; sumartónleikar). |