Rostock Þýskaland,
Flag of Germany


ROSTOCK
ÞÝSKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Rostock er borg í Meklenburg-Vestur-Pommern í Norðaustur-Þýzkalandi.  Hún stendur við ósa Warnow, 13 km suðsuðaustan hafnarinnar í Warnemünde.  Á 12. öld var þarna byggð vinda, sem fékk borgarstatus ári 1218.  Humlamarkaðurinn og Nýja borgin þróuðust óháð Gömlu borginni þar til allar þrjár voru sameinaðar 1265.  Rostock var sterkur hlekkur í sambandi Hansakaupamanna á 14. öld og var sett undir Mecklenburg árið 1314.  Hertogarnir af Mecklenburg-Schwerin fengu yfirráðin árið 1352.  Síðar skiptu Schwerin- og Güstrow- útgerðirnar með sér völdum í borginni en því samstarfi lauk við gjaldþrot síðarnefnda fyrirtækisins árið 1695.  Á árunum 1952-90 var Rostock höfuðborg samnefnds héraðs í Austur-Þýzkalandi.

Miðborgin var að mestu endurbyggð eftir loftárásir síðari heimsstyrjaldarinnar.  Meðal áhugaverðra, gotneskra kirkna borgarinnar eru kirkja hl. Maríu (bygging hófst 1230), kirkja hl. Nikuláss (f.hl. 14. aldar) og kirkja hl. Péturs (f.hl. 15. aldar).  Tréskip voru byggð í borginni frá miðöldum fram til 1851, þegar fyrsta gufuknúna, þýzka skipið var byggt þar.  Wilhelm Pieck-háskólinn (1419) var um tíma vígi fylgjenda Lúters.  Ráðhúsið er 15. aldar bygging með barokforhlið (1727).  Hluti múra gömlu borgarinnar eru frá 14.-16. öld.  Alþýðuleikhús Rostock er þekkt um allt land.  Eftir síðari heimsstyrjöldina var lögð áherzla á byggingu og þróun hafnarmannvirkja borgarinnar, sem var bæði mikilvæg vegna skipasmíða og fiskveiða.  Iðnaðurinn í borginni byggist aðallega á fisk- og málmvinnslu og framleiðslu dísilvéla, vélabúnaðar, efnavöru, eldspýtna og húsgagna.

Rúgur, hafrar og sykurrófur eru ræktaðar umhverfis borgina.  Nautgriparækt er einnig mikilvæg og talsverðar fiskveiðar eru stundaðar í Eystrasalti.  Á strandlengju borgarinnar eru sandöldur og sjávarklettar á víxl og talsverð ferðaþjónusta.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 253 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM