Bodenvatnið
tilheyrir Bæjaralandi, Baden-Württemberg, Austurríki og Sviss.
Meðalvatnsborð liggur 395 m yfir sjó.
Flatarmál alls 545 km² (Ober- og Überlingenvötn saman 480 km²
og Untervatn 65 km²). Mesta lengd milli Bregenz (Au) og Stein við Rín (Sv) 69 km
í loftlínu. Mesta breidd
milli Kressbronn og Roschach (Sv) 14,8 km.
Mesta dýpi milli Fischbach og Uttwil er 252 m (í Obervatni). Mesta ummál er 263 km, 168 km í Þýzkalandi, 69 km í Sviss og 26 km í Austurríki. Meðalvatnsmagn
er 48,43 milljarðar rúmmetra. Meðalflóð
í júní/júlí 440 sm. Mesta
skráð flóð var í byrjun september 1817, 623 sm.
Djúpskyggni er að meðaltali 7,5 m en allt að 12 m í janúar.
Litir:
Vesturhlutinn er blágrænn en er austar dregur verður vatnið
gulleitt vegna aðstreymis Rínar úr Ölpunum (um Lichtenstein).
Landamæri
rikjanna þriggja, sem að vatninu liggja, eru ónákvæm á vatninu sjálfu.
Venjur og hefðir eru látnar ráða og hefur mönnum samið vel
á þann hátt. Npfn
vatnanna hafa breytzt í tímans rás.
Náttúrulegt nafn er Rínarvatn.
Í fornöld hét vatnið Lacus Venetus (illýríska) eða Lacus
Brigantinus (keltneska = Bregenzvatn).
Snemma á miðöldum hét það Lacus Acroniu eða Lacus Moesius (á þýzku Kostinzer See).
Síðan á Karolinertímanum Podmen See, Bodmen See, Bodamer See,
Bodmer See og öðrum líkum nöfnum.
fyrstu heimildir um núverandi nafn eru frá
1438.
Bodenvatn
er stærsta vatn Þýzkalands, þriðja stærsta vatn Mið-Evrópu á
eftir Plattensee í Ungverjalandi og Genfarvatn í Sviss og annað stærst
í Ölpunum.
Náttúruverndarsvæði
eru allmörg í kringum vatnið, einkum við árósa. Þessi svæði hafa einkum verið friðuð vegna fuglalífsins,
sem er talsvert fjölbreytt. Ýmsar
fuglategundir, sem við könnumst við, verpa þar, s.s. blesendur,
svanir, mávar (hettumávar), fiskihegrar, dílaskarfar, toppendur,
blesgæsir, kríur, gleður, vepjur, spóar, lóur, lóuþrælar, þrestir
og margar aðrar tegundir.
Í
vatninu lifa u.þ.b. 30 tegundir fiska, t.d. bláfiskur af laxakyni, sem
finnst aðeins í Bodenvatni og er uppistaðan í afla fiskimanna (lostæti),
hvítfiskur, vatnakarfi, gedda (allt að 1,4 m og 20 kg), sendill,
silungur (allt að 15 kg), lax skeggkarfi, sjóköttur (fengrani), áll
og fleiri.
Jarðfræði: Hinn geysistóri Rínarjökull
gróf trogið, sem vatnið stendur í.
Í stað þess að skríða frá suðri til norðurs, eins og
stefna skriðjökla var á þessum slóðum, gróf hann dældina í
na-sv-stefnu. menn hafa
getið sér til, að veikleiki í jarðlögunum vegna sprungustefnu í
þessar áttir hafi breytt og ráðið stefnu jökulsins.
Vatnið liggur í trogi milli júramyndunarinnar og Alpanna.
Svissneskir
jarðfræðingar hafa sannað, svo ekki er vafi á, að fyrir nálægt
15 milljónum ára hafi stór loftsteinn grafið fyrstu sporin að dældinni.
Slíkt er ekki einsdæmi í Mið-Evrópu, s.s. Nördlingen Ries
og Steinheimer Becken. Þessi
loftsteinn mun hafa þrengt sér niður á 2000 m dýpi.
Kalkbrot úr neðri jarðlögum hafa þeytzt út um allt og hafa
m.a. fundizt hjá St. Gallen (1945).
Byggingarlist
Rómantíski
stíllinn:
Byggingar á Reichenau-eyju, í Konstanz og í Lindau (St.
Peter).
Gotneski
stíllinn:
Konstanz, Meersburg (Grethgebäude), Überlingen (dómk.), Lindau
(Diebsturm).
Endurreisnarstíllinn:
Heiligenberghöll, Wolfegghöll, ráðhúsið í Lindau og
Konstanz.
Snemmbarok:
Meersburg (gamla höllin), Friedrichshafen (hallarkirkjan).
Hábarok:
Meersburg (nýja höllin), Lindau (St. Marien), Mainau (höllin
og kirkjan).
Nýi
stíllinn:
Konstanz (háskólinn). |