Ettalklaustrið
er í fjallaskarði milli Loisach- og Ammerdalanna. Það er 14 km frá Garmisch-Partenkirchen og 4 km frá
Oberammergau og liggur 200 m hærra en Loisachdalurinn.
Stofnandi þess var Ludwig frá Bayer, keisari, (1330).
Hann var á heimleið frá Róm eftir erfitt stríð og fyrsti áningarstaðurinn
í Þýzkalandi var Ettal. Í
þessu afskekkta skarði ákvað hann að láta reisa klaustur, helgað
heilögum Benedikt, sem þakklætisvott fyrir velheppnaða heimferð.
Hann hafði meðferðis Maríulíkneski úr hvítum Cararamarmara eftir Tino di Camaino
(14. öld) frá Róm.
það stendur í veggskoti við háaltarið og var og er mesti
helgidómu klaustursins.
Áhöfn
klaustursins var í upphafi 20 munkar og 20 riddarar ásamt fjölskyldum
þeirra. Elds-voði eyðilagði
klaustrið og kirkjuna árið 1744.
Endurbygging hófst strax og lauk 1752.
Josef Schmuze skapaði nýsmíðina í rokokostíl.
Forhliðin sýnir postulana 12 (styttur).
Yfir henni gnæfir 52 m hátt hvolfþak.
Umhverfis klausturgarðinn eru byggingar menntaskólans og
heimavistar hans. Árið
1974 var enn bætt við nýjum byggingum á svæðinu.
Aðalinngangur
kirkjunnar er í gotneskum stíl (óbreytt frá gömlu kirkjunni).
Kirkjuskipið er vítt, hátt og vellýst.
Undir hvolfþakinu blasir við tveggja ára starf Jakobs Zeiller
frá Reutte (1752), risastórt freskaverk, sem sýnir heilaga þrenningu
leikna af lærisveinum heilags Benedikts. Verkið sýnir alls 431 veru.
Sex skrautleg hliðarölturu geyma srkíni með helgum dómum.
Aðalataristaflan er verk Martin Knoller.
Árið
1803 gerði ríkið eignir klaustursins upptækar.
Þeim var skilað aftur árið 1900 og hófst þá klausturlíf
á ný. Viðbygging fyrir
menntaskóla og heimavist var reist árið 1905.
Listaverka-forlag gerðist aðili að rekstri klaustursins.
Húsnæði með brugghúsi var endurnýjað og framleiðsla hins
heimsþekkta Ettalklausturlíkjörs var endurvakin.
Einnig er bruggaður ágætisbjór.
Klaustrið á bændabýli og Hótel Ludwig der Bayer í Ettal auk
fyrirtækisins í klaustrinu sjálfu. |