Ammersee Þýskaland,
Flag of Germany


AMMERSEE
ÞÝZKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Ammervatn í Bæjaralandi er 35 km suðvestan München í grennd við Alpana.  Jökull, sem lá í Loisach-dalnum á ísöld, gróf fyrir vatninu, sem var tvöfalt stærra en nú.  Áin Ammer hefur minnkað það með framburði.  Vatnið er 47 km², 16 km langt og 3-6 km breitt.  Umhverfis það eru skógi vaxnar jökulöldur.  Aðstaða er til alls konar vatnaíþrótta og annarrar afþreyingar er við vatnið.  Það er rólegra og þægilegra við Ammervatnið en Starnbergervatn um helgar.

Í Diessen er klausturkirkja Ágústínamunka.  Hún er meistaraverk rokokostílsins.  Við Herrsching gnæfir pílagrímakirkjan Andechs með tveimur næputurnum yfir Kiendalinn.  Veitingastofa klaustursins í næsta nágrenni býður hinn fræga Andechs bjór o.fl.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM