Alfeld Þýskaland,
Flag of Germany


ALFELD
ÞÝZKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Alfeld í Neðra-Saxlandi er í 93 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 25.000.  Bærinn stendur á hægri bakka Leine við rætur Sjöfjalla.  Alfeld er miðstöð Leinefjalllendisins og þar er miðaldabæjarkjarni.  Mikið er ræktað af alpafjólum í bænum og þar er pappírsverksmiðja og framleiðsla úr málmum.  Árið 1020 hét Alfeld Alevellon.  Bæjarréttindi fengust árið 1250.  Biskupinn af Hildesheim átti kastala við Leinevað til verndar hinni mikilvægu verzlunarleið um Weserdalinn.  Alfeld var Hansabær á miðöldum.  Árið 1846 varð stórbruni í bænum.  Við lagningu járnbrautar milli Hannover og Kassel árið 1854 komst iðnaður á fót í Alfeld.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM