Aschaffenburg Þýskaland,
Flag of Germany


ASCHAFFENBURG
ÞÝZKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Aschaffenburg er í Bæjaralandi í 130 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 55.000.  Borgin er á hæðóttum hægri bakka Main við jaðar Spessart.  Í gamla bænum ber kjörfurstahöllin í endurreisnarstíl af.  Aschaffenburg er háborg fataframleiðslu og mikilvæg umskipunarhöfn við Main.

Aschaffenburg byggðist í kringum frankneskan kastala og var undir stjórn aðalklaustursins í Mainz til 1803.  Bærinn blómstraði vegna brúnna yfir Main (tollbær) og varð aðsetur kjörfurstanna í Mainz.  Borgin komst undir Bæjaraland að loknum Napóleonsstyrjöldunum 1814.  Iðnvæðing var ör á 19. og 20. öld.  Borgin skemmdist mikið í síðari heimsstyrjöldinni vegna loftárása og flest bindingshúsanna eyðilögðust.

*Höllin Jóhannisburg (1605-14) er í síðendurreisnarstíl.  Var bústaður kjörfurstanna.

*Klausturkirkja hl. Péturs og Alexanders
(12. og 13.öld).  Rómönsk.  Krossgöng.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM