Füssen Þýskaland,
Flag of Germany

Rómantíska leiðin . Mynd: Neuschwanstein

FÜSSEN
ÞÝSKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Füssen í Bæjaralandi er í 800 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 15.000.  Fjöllum krýndur bær við Lech milli Ammergau- og Allgäualpanna.  Heilsubótar- og skíðastaður (Kur-skattur).  Í bæjarhlutanum Bad Faulenbach eru brennisteinslaugar.  Füssen er syðri endapunktur Rómantísku leiðarinnar í suðri og hentugur staður fyrir þá, sem hyggjast skoða konungshallirnar Neuschwanstein, Hohenschwangau, Linderhof og Wieskirche, Oberammergau og Ettalklaustrið.

Landsvæðið umhverfis Füssen var þegar byggt á mörkum eldri og yngri steinalda.  Rómverjar komu í kjölfar kelta árið 15 f.Kr.  Svæðið tengdist Rätienhéraði Rómverja.  Herbraut  Rómverja var Via Claudia.

Á núverandi hallarhæð stóð virki til varnar gegn alemönnum, sem lögðu svæðið síðar undir sig.  Núverandi byggð í Füssen hófst í kringum klaustur hl. Mangs, kallað St. Mang.  Í lok 12. aldar fékk Füssen bæjarréttindi.  Undir Augsburgarbiskupum frá 1313 og varð hluti af Bæjaralandi árið 1802.  Árið 1921 varð Faulenbach hluti af Füssen.

Forggenvatnið, 15,75 km² og 11,5 km langt, er 1 km norðan Füssen.  Það er manngert lón í Lech.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM