Emden Þýskaland,
Flag of Germany


EMDEN
ÞÝZKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Emden í Neðra-Saxlandi er í 4 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 51.000.  Emden er nærri ósi Ems við Dollartflóa inn af Norðursjó og er þriðja mikilvægasta hafnarborg Þýzkalands eftir Hamborg og Bremen.  Emden er við norðurenda Dortmund-Emsskurðarins og þjónar helzt Ruhrhéraðinu.  Mikil umskipunarhöfn fyrir kol, hrámálma og korn, einnig olíuhöfn.  Um Ems-Jadeskurðinn eru gengsl við Wilhelmshafen.  Skipasmíðastöðvar, bílaverksmiðjur, síldveiðar.  Samgöngur við eyja Borkum eru frá ytri höfninni.  Á 16. öld taldi verzlunarfloti Emden 600 skip.  Hafnbann Napóleons 1806 stöðvaði velmegun borgarinnar, sem hófst á ný eftir að skipaskurðurinn frá Dortmund var tekinn í notkun.  Miklar skemmdir í síðari heimsstyrjöldinni.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM