Friedrichshafen Þýskaland,
Flag of Germany


FRIEDRICHSHAFEN
ÞÝZKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Friedrichshafen í Baden-Württemberg er í 402 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 53.000.  Um Friedrichshafen liggja leiðir meðfram Bodenvatni norðanverðu og ferjur sigla þaðan til annarra bæja og borga við vatnið.  Í bænum er vagga Zeppelinloftfaranna.

Friedrichshafen varð til eftir 1811.  Friðrik I konungur í Württemberg stuðlaði að sameiningu þorpanna Buchhorn og Hofen, sem tengdust með byggingu nýja bæjarins.  Árið 1824 hófust ferðir gufuskipa um Bodenvatnið frá bænum.  Árið 1900 lyfti fyrsta Zeppelinloftfarið sér til flugs.  Árið 1944 lögðu bandamenn borgina í rúst í loftárásum.  Hún var endurbyggð á mjög skömmum tíma eftir stríð.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM