Bamberg Þýskaland,
Flag of Germany


BAMBERG
ÞÝZKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Bamberg í Bæjaralandi er í 262 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 74.000.  Keisara- og biskupsborgin Bamberg er við tvær kvíslar Pegnitz, sem fellur í Main 7 km neðar.  Elzti hluti borgarinnar er á háum vesturbakka vinstri kvíslarinnar.  Þar er dómkirkja og fyrrum Benediktínaklaustrið Michaelsberg.  Bamberg varð til á 12. öld.  Háskóli (heimspeki og katólsk guðfræði).  Synfóníuhljómsveit borgarinnar er heimsþekkt.  Bamberg er innhöfn við Main-Dónárskurðinn.  Iðnaður hefur þróast í austurhluta borgarinnar, s.s. véla-, vefnaðar og rafeindaiðnaður.  Mörg brugghús, m.a. reykbjór, sem fæst víða (t.d. í Schlenkerla).

Árið 902 fékk staðurinn nafnið Bamberg vegna setu Bambergættarinnar þar.  Árið 1007 stofnaði Hinrik II keisari biskupsdæmið og lét reisa fyrstur dómkirkjuna (lokið 1012).  Næst á eftir Limburg var Bamberg háborg formenntastefnunnar.  Í 30 ára stríðinu stóð Bamberg með katólskum.

Bamberg var háskólaborg á tímabilinu 1648-1802.  Barokstíllinn skildi eftir merki sín í borginni.  Árið 1818 varð bærinn erkibiskupsdæmi.  Bamberg slapp vel frá síðari heimsstyrjöldinni og nýtur sérstakrar verndar vegna gamalla bygginga ásamt Lübeck og Regensburg.

Skoðunarverðir staðir
*Gamla ráðhúsið. 
Endurbyggt 1744-56 af J.J.M. Küchel.

*Dómkirkjan (13.öld) og *torgið.  Fjórturna kirkja.  Athyglisverð að innan.

*Gamla biskupssetrið.  Endurreisnarstíll (1571-76).

*Nýja biskupssetrið (1695-1704).

*Michaelsbergklaustrið
(1009-1803).

*Pommersfeldenhöll í Weissenstein; 20 km suðvestna Bamberg; barok; málverkasafn.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM