Hameln Þýskaland,
Flag of Germany


HAMELN
ÞÝZKALAND
.

.

Utanríkisrnt.

Hameln í Neðra-Saxlandi er í 68 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 58.000.  Hrífandi bær á milli Klü og Schweineberg í Weserdal og er kunnastur fyrir rottuveiðarann.  Í gamla bænum eru fögur bindingshús og byggingar í endurreisnarstíl.  Kornmölun (myllur) og teppaiðnaður.

Á 9. öld stofnuðu Fuldamunkar klaustur í grennd við upprunalegu byggðina, sem þá var lítill fiskimannabær, sem hét 'Hamala'.  Fljótlega myndaðist markaður og næstu byggðir uxu ásamt Hameln.  Þær sameinuðust í eina borg.  Á miðöldum varð Hameln Hansabær með borgarmúrum og turnum.  Bæði 30 ára stríðið og sjö ára stríðið ollu mikilli neyð í Hameln.  Napóleon efldi varnir borgarinnar.  Merki borgarmúranna lifa enn þá í breiðum götum.


*Hús rottuveiðarans
(1603) er nú veitingahús í endurreisnarstíl.  Minningarskjöldur.

*Hamelschenhöll.  11 km sunnan Hameln (1588).  Þriggja álmu endurreisnarbygging.  Brúarhliðið skreytt með hl. Georg (1608).  Hægt að skoða að hluta.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM