Schwerin Þýskaland,
Flag of Germany


SCHWERIN
ÞÝSKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Schwerin, líka kölluð Sjövatnaborgin vegna legu sinnar suðvestan Schwerinvatns og umlukt sex öðrum vötnum og skógum, er höfuðborg samnefnds ríkis og er í 40 m hæð yfir sjó.  Fyrrum var hún aðsetur Mecklenburgara.  Eftir síðari heimsstyrjöldina varð hún að mikilvægri iðnaðarborg og menningarmiðstöð í héraðinu Mecklenburg, sem var tiltölulega lítt þróað.  Margar götu í gamla borgarhlutanum eru orðnar göngugötur, þ.á.m gatan Großer Moor (Stóramýri), sem liggur niður að vatni.

Árið 1018 stóð slavnesk virkishöll á núverandi Hallareyju.  Eftir að obotritar hörfuðu þaðan árið 1160 stofnaði Saxahertoginn Heinrich ljón Schwerin sem fyrstu borgina austan Elbu.  Stofnun greifadæmisins og flutningur dómkirkjunnar þangað árið 1167 og 1171 varð Schwerin aðsetur greifanna og biskupanna.  Á 16. öld varð borgin að miðstöð andlegs menningarlífs í Mecklenburg.  Á tímabilinu 1756 – 1837 sat hirð Mecklenburgara í Ludwigslust og það var ekki fyrr en borgin var gerð að aðalsetri stórhertoganna af Mecklenburg aftur árið 1815, að hún fékk á ný mikilvægi sitt.  G.A. Demmler, hirðarkitekt, sá um byggingu nokkurra opinberra bygginga á því tímabili.  Að lokinni síðari heimsstyrjöldinni varð borgin að ríkishöfuðborg Mecklenburg-Schwerin og þróaðist í átt að viðskiptamiðstöð þessa landshluta.

Skoðunarvert
Hallareyjan
.  Höllin.
  Í gamla miðbænum er fjöldi húsa frá 18. og 19. öld, flest byggð í tíð G.A. Demmler, arkitekts og byggingarmeistara hirðarinnar.  Höllin er meðal fegurstu bygginga 19. aldar og útlit hennar er frá árunum 1843-57.  Fyrirmyndin var franska höllin Chambord suðvestan Orléans.  Hún er fimmhyrnd með fjölda turna og sameinar gotneska-, barok- og endurreisnarstílana.  Mest listrænt gildi hafa greypt gólf, silkiveggfóður og gylltar skreytingar salanna, s.s. krýningarsalarins, forfeðrasalurinn, reykherbergið og aðstoðarforingjaherbergið.  Veitingahús fyrir gesti var komið fyrir í Béletage með gamlársdagssalnum, borðstofunni og rauða móttökusalnum.

Í álmunni við Hallarvatnið (Burgsee) er for- og snemmsögulegt safn, þar sem sjá má minjar frá miðsteinöld frá Hohen-Veilcheln við Wismar og slavneska borgarmúrnum Teterow.

*Hallarkirkjan (1560-1563; J.B. Parr) í norðurálmunni er endurreisnarbygging með Hallarkirkjuna í Torgau sem fyrirmynd.  Hún er mjög falleg að innan.

*Hallargarðurinn.  Inngarður hallarinnar er prýddur stórum grátbeykitrjám og hlyn og um hann er farið út í Hallargarðinn (18.öld).  Hann er lystigarður í barokstíl með Krossskurði og bogagöngum.  Þar standa eftirmyndir af höggmyndum frá verkstæði B. Permosers.  Í jaðri garðsins er slípimylla, sem er áhugaverður minnisvarði um fyrri tækni.  Gamli garðurinn fyrir framan höllina var áður hluti Hallargarðsins.

Gamla borgin 
Þjóðleikhúsið (1883-86) er skammt frá höllinni. Það stendur meðal annarra opinberra bygginga og var byggt í nýendurreisnarstíl (G. Daniels).  Rétt hjá því er brjóstmynd af Conrad Ekhof, sem stofnaði fyrstu leikakademíuna árið 1753.

Borgarsafnið (1877-1882; H. Willebrand) er austan Gamla garðsins.  Það var byggt sem málverkasafn í síðklassískum stíl.  Forhliðinni var breytt við endurnýjun og skreytt í ítölskum endurreisnarstíl.  Þar er að finna mörg verk flæmskra og hollenzkra meistara frá 17. og 18. öld. auk nútímalistar (Cremer, Grzimek).

Gamla höllin er við Hallargötu 1.  Hún er tveggja hæða bindingshús frá 1799, sem var notað til að hýsa meðlimi hirðarinnar en er núna stjórnsýslubygging.

Gamla ráðhúsið  er við markaðinn, sem var endurnýjaður ásamt flestum húsum við þessa sögulegu götu.  Það var byggt upp úr fjórum bindingshúsum 1351 og er prýtt nýgotneskri forhlið eftir G.A. Demmler (1835).  Á bak við það eru fjögur hús með bindingsforhliðum.

Nýja byggingin
(1783-85; J.J. Busch) var reist fyrir verzlanir.  Stór inngangur þess er prýddur 14 dórískum súlum.

Sláturmarkaðurinn er við endann á bogagöngum, sem liggja frá gamla markaðnum og ráðhúsinu.

*Dómkirkjan
(14. og 15 öld) er meðal þess, sem enginn gestur borgarinnar ætti að láta fram hjá sér fara.  Hún er meðal fegurstu múrsteinsbygginga í gotneskum stíl í Þýzkalandi.  Hún er ríkulega skreytt að innan og þar er gotneskt krossaltari (Lübeck; um 1440), tveir grafarskildir úr messing (14. öld) og gotneskur skírnarfontur.

Zippendorf
er bæjarhluti á suðurbakka Schwerinvatns.  Þar er baðströnd og 138 m hár sjónvarpsturn með góðu útsýni.

Mueß.  Þar er útisafn, sem sýnir byggingarstílinn í dreifbýlinu á 17. og 18. öld og verklag og lífsskilyrði Mecklenburgara á sama tíma.

*Schwerinvatn.  Það er óhætt að mæla með siglingu um vatnið.

Raben-Steinfeld er við vatnið austanvert.  Þar er minningarstaður um tíu daga dauðagöngu gyðinga frá útrýmingarbúðunum í Sachsenhausen og Ravensbrück.  Aðeins 18790 lifðu hana af.

Gadebusch er 24 km norðvestan Schwerin.  Þar er síðrómönsk sóknarkirkja (12.-15. öld), sem var meðal hinna fyrstu slíkra, sem var byggð úr múrsteini.  Hún er prýdd kúpli og hringgluggum með bronzlitum spelum.  Fyrrum höll Mecklenburgarhertoga (1570-71) er í endurreisnarstíl og skreytt með lágmyndum úr leir..  Ráðhúsið er frá 1340.

Vietlübbe er 5 km austan Gadebusch.  Þar er elzta og fallegast þorpskirkja Mecklenburg, síðrómönsk múrsteinabygging frá því um 1300.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM