Amberg
í Bæjaralandi er í 374 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn er u.þ.b. 47.000.
Amberg var fyrrum höfuðborg Oberpfalz á austurfrankneska
júrasvæðínu
í Vilsdalnum. Vils rennur
um miðja borgina. Þar eru
borgarmúrar með turnum og hliðum í kringum miðaldabæinn að hluta
en græn svæði taka við, þar sem múrarnir eru horfnir.
Luitpoldhütte, eitt stærsta stálfyrirtæki Bæjaralands, nýtir
járngrýti úr námum norðan borgarinnar.
Árið
1034 var Amberg fyrst getið, þegar Konrad II keisari gaf biskupnum í
Bamberg bæinn. Árið 1269
fékk Lúðvík hertogi af Bæjaralandi Amberg að léni.
Árið 1329 réðu syndir Rudolfs Pfalzgreifa bænum og innlimuðu
hann í Rheinpfalz. Árið
1628 réði Maximilian af Bæjaralandi bænum.
Verzlunarleiðin Nürnberg-Prag og járngrýtið ýttu undir hagsæld
bæjarins fram að 30 ára stríðinu.
Áin Vils var skipgeng til flutninga.
Ráðhúsið
er gotneskt og er frá 14.-16.öld (mynd).
*Sóknarkirkjan (1421-83), St. Martin, er líka gotnesk með
98 m háum vesturturni. |