Frankfurt am Main Þýskaland,
Flag of Germany

Myndasafn . . .

FRANKFURT am MAIN
ÞÝZKALAND
.

.

Utanríkisrnt.

Frankfurt í Hessen er í 100 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 667.000.  Gömul ríkisborg, sem er ein þýðingarmesta samgöngumiðja Þýzkalands.  Hún er aðalborg banka- og kauphallarviðskipta og þar eru næstum óslitnar vörusýningar allt árið.  Þar er háskóli, leikhús og söfn.  Í Frankfurt voru flestir þýzku keisaranna krýndir.  Fæðingarborg Goethes og samkomustaður fyrsta þjóðfundar Þýzkalands.  Byggðist upp á ótrúlega skömmum tíma eftir síðari heimsstyrjöldina.

Frankfurt er fyrst getið sem konunglegs greifadæmis árið 793 og árið 876 varð hún höfuðborg Austur-frankneska ríkisins.  Frá tímum Hohenstauferættarinnar voru konungar Þýzkalands kosnir í Frankfurt og keisararnir krýndir þar frá 1562.  Með vörusýningum ávann borgin sér stöðu eins aðalmarkaða Evrópu.  Árin 1815-66 sat ríkisþingið í Frankfurt og 1848-49 kom fyrsta þýzka þjóðarsamkoman saman í St.Paulskirkjunni.  Eyðilegging í síðari heimsstyrjöldinni var næstum alger, svo sem sjá má á nútímalegu yfirbragði borgarinnar.  Rhein-Main-flugvöllurinn er einn hinn stærsti í heimi.

Athyglisverðir staðir:
Römer (gamla ráðhúsið),
dómkirkjan (turninn er tákn borgarinnar),
náttúrugripasafnið Senckenberg,
Städelsche Kunstinstitut (málverk gömlu meistaranna og allt til okkar daga).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM