Ardennafjöll,
|
|
|
Ardennafjöllin fengu nafn sitt í fornöld. Það náði yfir stórt skóglendi
milli Rínar og Sambreárinnar. Nú nær það til skógivaxinna hæða frá
Frakklandi um sunnanverða Belgíu og Lúxemburg til Rínarsvæðisins í
Þýzkalandi. Ardennasvæðið nær yfir mestan hluta Ardennahéraðs í
Frakklandi, mestan hluta Lúxemburgarhéraðs í Belgíu og hluta af
stórhertogadæminu Lúxemburg. Hlíðarnar lækka smám saman til norðvesturs
í átt að sléttum Flanders og hæðirnar eru óvíða hærri en 488 m. Stór
hluti Ardennafjalla er öldótt háslétta, aðallega vaxin eik og beyki,
víða mýrlend og vaxin heiðagróðri, þar sem er þurrara. Svæðið er auðugt
af timbri og jarðefnum. Þar eru miklar birgðir kola og járns, sem eru
mikilvægar fyrir efnahag Belgíu. Blý, antimon og magnesíum finnast
einnig í jörðu. Nautgriparækt er mikil á þessu svæði.
|
||
TIL BAKA Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir HEIM |