München Þýskaland,
Flag of Germany


MÜNCHEN
ÞÝSKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

München, höfuðborg Bæjaralands í 530 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 1,3 milljónir.  Hún er þriðja stærsta borg Þýzkalands, 40 til 60 km frá Ölpunum við ána Isar.  Lista- og menningarborg.  Háskólar (tækni, kvikmyndun, hljómlist o.fl.), vísindastofnanir, söfn og leikhús.  Borgina prýða ýmis meistaraverk byggingarlistar, s.s. gotnesk, barok, endurreisnar og sígildar byggingar.  München er kölluð „borgin með hjartað” vegna þess, hve vel hún hefur haldið svip sínum þrátt fyrir nútímaframþróun.

München er setur katólks erkibiskups og mótmælendabiskups.  Þar er  líka mikilvægt setur sjónvarps og útvarps.  Borgin er ein af þungamiðjum samgangna í Þýzkalandi, alþjóðaflugvöllur, járnbrautir og skurðarpunktur í vegakerfinu.  Árið 1972 voru haldnir það Ólympíuleikar.  Nákvæmnisvélaiðnaður, framleiðsla tækja til smásjárrannsókna og elektrónískra tækja, véla- og farartækjasmíði, útgáfustarfsemi og grafík, fataframleiðsla, bjórgerð, ávaxta- og grænmetisverzlun.

Heinrich von Löwen var faðir München.  Hann breytti leiðinni, sem kölluð var „saltvegurinn” og lét byggja brú yfir Isar á nýjum stað, þar sem stóð klaustur.  Af því er nafnið München dregið.  Það var áður Munichen og Mönchlein.  Skjaldarmerki borgarinnar er einnig dregið af hinu horfna klaustri 'Munchener Kindl'.  München féll í hendur Otto von Wittelsbach, greifa í Pfalz árið 1180 og varð að aðalsetri þeirrar ættar árin 1253-94.  München varð höfuðborg hertogadæmisins árið 1504 og árið 1806 konungsríkisins Bæjaralands.  Lúðvík I er höfundur og skapari borgarinnar eins og hún lítur út nú (1825-48) og undir hans stjórn varð hún að miðborg andlegs lífs.  Heimsstyrjöldin síðari lék borgina mjög grátt.

Skoðunarverðir staðir:
Peterskirche (1050) elzta sóknarkirkja borgarinnar.
Viktualienmarkt.  Ávaxta- og grænmetismarkaður.
Frúarkirkjan.  Síðgotnesk frá 1468-88.
Hofbräuhaus. Bjórbrugghús.
Stachus við Karlshliðið.  Verzlanir neðanjarðar.
Theatinerkirche frá 17. og 18. öld.  75 m hár kúpull.
Enski garðurinn.  350 ha.
Þjóðminjasafn Bæjaralands.
**Þýzka safnið.  Tæknisafn.
Theresienwiese.  Oktoberfest 22/9-7/10 ár hvert. Bavaria (30 m; frá 1850).
Nymphenburghöll frá 1664-1728 (Ludwig I).
Ólympíugarðurinn 1972.  Turn 290 m.
Mathieserkeller.  Brúnstakkar Hitlers hittust þar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM