Lindau
í Bæjaralandi er í 402 m hæð yfir sjó.
Hún er stærsta borg Þýzkalands við Bodenvatnið á eyju, sem
tengd er landi með garði. Á
jökulöldum, norðar borgarinnar, eru aldingarðar.
Lindau
var upprunalega fiskiþorp, sem fyrst var getið um árið 882.
Byggð hófst snemma á 9. öld.
Lindau fékk verzlunarleyfi skömmu áður en hún varð ríkisborg
árið 1220. Hún auðgaðist
á verzlun og samgöngum á Bodenvatni og var kölluð 'Feneyjar
Svabalands'. ríkisþingið
í Lindau hafnaði stuðningi við Maximilian I keisara gegn Frökkum 1496-97 og
Rússum. Siðbót
Zwinglis var snemma tekin upp í Lindau, sem Karl V þvingaði síðan
til að samþykkja Augsborgarsamning-inn 1548.
Árið 1647 (30 ára stríðið) gerðu Svíar skotárás á
borgina. Austurríkismenn lögðu
nauðungarskatt á íbúana vegna sérfriðarsamninga Svabalands árið
1796. Þrátt fyrir
hetjulega vörn gegn ásókn Austurríkis, varð Lindau hluti þess 1804
en síðar hluti Bæjaralands við friðarsamningarna í Preßburg 1805.
Í lok síðari heimsstyrjaldarinnar hernámu Frakkar borgina og
næsta umhverfi. Þeir réðu
aðeins þessum smáhluta Bæjaralands og allt fram til 1956 höfðu
borgin og sýslan sérstöðu (sýsluforseta).
Frá 1972 hefur borgin ekki lengur kaupstaðarréttindi og
tilheyrir Lindausýslu.
Gamli borgarhlutinn
er að mestur fyrir gangandi vegfarendur.
Þar eru margar byggingar í gotneskum, endurreisnar- og barokstíl,
einkum þó við Hauptstraße, þar sem höfðingjahús, laufgöng,
brunnar og götuveitingahús eru á hverju strái.
Við ríkistorgið stendur gamla ráðhúsið, sem var byggt á
árunum 1422-36 en endurbyggt í endurreisnarstíl árið 1578.
Það hýsir borgarskjalasafnið og bókasafn fyrrum ríkisborgarinnar
Lindau.
Mynd: Þjófaturninn. |