Baden Baden Þýskaland,
Flag of Germany


BADEN BADEN
ÞÝZKALAND
.

.

Utanríkisrnt.

Baden Baden er í Baden-Württemberg er í 183 m yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 50.000.  Borgin er í dalverpi við ána Oos, þar sem fjalllendi Svartaskógar lækkar í vestur í átt að Rínarsléttunni.  Borgin er fjölsóttur, alþjóðlegur heilsubótarstaður vegna hagstæðrar legur geislavirkra saltlinda (68°C; 800.000 lítrar á dag).  Þegar þorpið Steinbach sameinaðist Baden-Baden, varð hún líka að vínræktarborg.  Í Baden-Baden eru aðalstöðvar SV-útvarpsstöðvarinnar.

Rómverjar hagnýttu hollustu lindanna og nefndu þær Azua Aureliae.  Frankar reistu konungshöll á Hallarhæð.  Hún varð setur Zähringerættarinnar í lok 12. aldar.  Neðan Hallarhæðarinnar byggðist miðaldabær.  Kristofer I, markgreifi, byggði nýju höllina 1479 og reisti múra umhverfis bæinn.  Árið 1507 gaf hann út tilskipun um notkun lindanna og tilhögun gistiaðstöðu.  Árið 1689 brenndu Frakkar bæinn.  Í byrjun 19. aldar gerði Napóleon Baden-Baden að sumardvalarstað sínum og jafnframt að stórhertogadæmi.  Spilavítið (1838) og veðhlaupabrautin (1858) drógu að sér aðals- og framáfólk og Baden-Baden varð vinsælasti sumardvalarstaður Evrópu.

*Lichtentaler-Allee.  Skemmtigönguleið á vinstri bakka Oos að nunnuklaustri Zisterzienser reglunnar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM