Detmold
í Nordrhein-Westfalen er í 134 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn er u.þ.b. 65.000.
Gamall fursta- og herstöðvarbær við Teutoburgerskóg norðanverðan
í dalverpi árinnar Werre. Borgarmyndina
prýða bindingshús frá 16. og 17. öld.
Í Detmold er norðvesturþýzki tónlistarskólinn.
Framleiðsla drykkjarvara. Mikið
um ferðamenn á leið til Hermannsminnismerkisins og Extern steinanna
(extern = framandi). Árið
783 var Detmold þekkt undir nafninu Theotmalli og það var nefnt í tengslum við sigur Karls mikla yfir Söxum
á þessu svæði.
*Vestfalska útisafnið.
80 ha. Hús víða að.
*Hermannsminnismerkið er 8 km suðvestan Detmold á Grotenburghæð (386 m.y.s.)
Það var reist á árunum 1838-75 til minningar um sigur
Hermanns Cheruska fursta (Arminiusar) yfir rómverska hernum í
Teutoburgerskógi árið 9 e.Kr.
*Esternsteine.
12 km suðaustan Detmold. Sundursprungnir
sandsteinsklettar, allt að 37, 5 m
háir. Fyrrum heilagur staður
í heiðni, sem varð að kristnum pílagrímsstað.
Stórkostleg lágmynd af Kristi á krossinum frá 1120. |