Augsburg Þýskaland,
Flag of Germany

Rómantíska leiðin

AUGSBURG
ÞÝZKALAND

Z

.

Utanríkisrnt.

Augsburg í Bæjaralandi er í 496 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 250.000.  Augsburg er þriðja stærsta borg Bæjaralands á eftir München og Nürnberg.  Hún er við ármót Lech og Wertach.  Augsburg er gömul ríkisborg, sem var aðsetur kaupmannaættanna Fugger og Welser.  Hún er höfuðborg Svabahéraðs.

Á tímum Rómverja var borgin tengd Verona með Via Claudia.  Hún var því í þjóðbraut og verzlun og iðnaður döfnuðu.  Aðaliðnaður er tengdur vefnaði og vélsmíði.  Háskóli síðan 1970.  Um borgina liggur ein fjölfarnasta ferðamannaleið Þýzkalands, Rómantíska leiðin, sem liggur frá Würzburg í Maindalnum um Augsburg til Füssen.

Fyrstu merki byggðar, þar sem Augsburg er nú, voru herbúðir Drúsusar frá því 15 f.Kr.  Á 1. öld hét byggðin Augusta Vindelicorum og var höfuðborg Rätienfylkis.  Skömmu eftir 400 hurfu Rómverjar brott.

Augsburg varð snemma biskupssetur.  Árið 955 braut Otto I Ungverja á bak aftur í orrust-unni á Lechvöllum sunnan borgarinnar.  Á 10. öld byggðist upp bær sunnan biskupsborgarinnar.  Smám saman varð bærinn að borg (á 11.öld) og árið 1276 veitti Rúdolf af Habsburg henni réttindi ríkisborgar.  Virkisveggir og turnar vernduðu hina vaxandi borg, sem lifði blómaskeið sitt á 15. og 16. öld vegna hagstæðrar legu sinnar við samgönguleiðir til Suður-Þýzkalands, Ítalíu og þar með Asíu.

Fugger og Welser voru einhverjir ríkustu kaupmenn heims á sínum tíma.

Mörg ríkisþing voru haldin í borginni.  Á þinginu 1530 afhentu furstarnir Karli V keisara Augsburgarjátninguna, sem var grundvallarviðurkenning á lútersku kirkjunni.

Þrjátíu ára stríðið olli viðskiptalegum og menningarlegum afturkipp.  Árið 1805 missti Augsburg ríkisborgarréttindin og 1806 varð hún hluti hins nýja konungsríkis Bæjaralands.

Með iðnbyltingunni hófst annað blómaskeið borgarinnar.

Í seinni heimsstyrjöldinni eyðilagðist helmingur Augsburg.

Árið 1972 stækkaði borgarsvæðið mikið við innlimun nágrannahreppa.

Skoðunarverðir staðir
Ráðhúsið (1615-20; endurreisnarstíll), Fuggerei (lokuð borg í borginni með 4 hliðum; fyrir fátæka borgara.  Þeir borga enn þá sömu leigu og í upphafi 2,5 herbergja íbúð, DM 1,71 á ári), dómkirkjan (9.-14.öld), íbúðarhús Rúdolfs Diesels (smíðaði díselvélina 1892), Mozarthúsið (Leopold Mozart, faðir Amadeus, fæddist þar).

FuggereiFélagslegar íbúðir, hinar elztu í heimi, sem Jakob Fugger hinn ríki og bræður hans létu byggja fyrir fátækt og skuldlaust fólk árið 1516.  Íbúðirnar eru 147 í 67 húsum og þeim fylgir kirkja og brunnur.  Ársleigan samsvarar einu rínísku gyllini (u.þ.b. u.þ.b. ein evra 2005).  Bræðurnir voru meðal ríkustu kaupmanna og mestu áhrifamanna Evrópu á sínum tíma og lánuðu konungum og furstum peninga.

Fuggereisafnið er opið frá 1. marz til 23. desember ár hvert og lokað í janúar og febrúar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM