Hamborg Þýskaland,
Flag of Germany


HAMBORG
ÞÝZKALAND
.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Hamborg er í 10 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 1,6 milljónir.  Sjálfstæð borg í samnefndu fylki.  Hansaborg.  Þriðja stærsta borg Þýzkalands eftir Berlín og München.  Hamborg er eitt hinna 16 ríkja landsins.  Vegna hagstæðrar legu sinnar við ofanverða ósa Elbu er hún meðal mestu verzlunar- og hafnarborga í heimi auk þess að hún tengir skipaskurði Þýzkalands við hafið.  Háskóli síðan 1919.  Tónlistar- og listaháskólar.  Borgin er aðalsetur norðurþýzka sjónvarpsins (NDR).  Ríkisópera.  Þýzka leikhúsið.  Tónlistarhöll.  Hamborg er því menningarmiðstöð Norður-Þýzkalands.  Mikil bóka- og blaðaútgáfa.  Góð ráðstefnu- og íþróttaaðastaða.  Miðstöð skipasmíða, olíuiðnaðar, vélasmíði, elektrónísks iðnaðar o.fl.

Hamborg var stofnuð við Alster á 9. öld.  Bærinn varð fljótlega mikilvæg miðstöð kirkjunnar og verzlun jókst hröðum skrefum.  Á 18. öld varð hún miðstöð andlegs lífs í Norður-Þýzkalandi.  Stór hluti borgarinnar brann árið 1842.  Gufuskip ollu miklum vexti hafnar og viðgangi borgarinnar.  Nágrannabæir vor innlimaðir (Altona, Wandsbek og Harburg).  Hamborg varð illa úti í síðari heimsstyrjöldinni (1943-45).  Sögulegar byggingar voru endurreistar auk nýrra íbúða- og verzlunarhverfa.  Í febrúar 1962 urðu mikil flóð í Elbu, sem ollu talsverðu tjóni í borginni.

Skoðunarverðir staðir:
Binnen- og Aussenalster,
Museum für Kunst und Gewerbe,
Chilehaus,
St. Michaelis Kirche (barok 1750-62),
höfnin (16 km löng) frá St. Pauli Landungsbrücke,
Museum für Hambürgische Geschichte,
Congress Centrum (1973),
Hagenbecks Tierpark (1907; frægur),
Köhlbrand Hochbrücke (4 km; 58,5 m há),
Kunsthalle (listasafnið með verkum Betram von Minden, Francke, Philipp Otto Runge, Caspar David Friedrich o.fl.), 
Planten und Blomen (vatnsorgel á kvöldin),
Heinrich Herzt turninn ('Tele-Michel'; 271,5 m hár; snúningsveitingastaður í 132 m hæð),
Neuer Elbtunnel (2x3 akreina; 29 m undir Elbu).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM