Bremerhaven Þýskaland,
Flag of Germany


BREMERHAVEN
ÞÝZKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Bremerhaven er borg í Bremenlandi í Norður-Þýzkalandi við austanverða ósa Weser, beggja vegna Geest-árinnar.  Borgin varð til við sameiningu þriggja byggðarlaga, Bremerhaven (1827; höfn fyrir Bremen), Geestemünde (1845) og Lehe, sem byggðist á miðöldum og fékk borgarstatus 1920.  Hin upprunalega Bremerhaven byggðist á landi, sem Hanover lét af hendi.  Geestemünde byggðist út frá Hanover í samkeppni við Bremerhaven.  Sameining Lehe og Geestemünde ári 1924 leiddi til nafnsins Wesermünde.  Þessi nýnefnda borg innlimaði síðan Bremerhaven árið 1939, sem féll aftur til Hanover.  Árið 1947 fékk þetta borgarsamfélag nafnið Bremen en skömmu síðar Bremerhaven.

Prússar stækkuðu stöðugt við sig landsvæði á þessum slóðum, þannig að hafnarsvæði borgarinnar óx hröðum skrefum.  Loks varð það að stærsta fiskiskipahöfn landsins.  Eftir 1857 voru höfuðstöðvar norðurþýzka fraktflutningafélagsins Norddeutsche Lloyd í borginni.  Höfnin varð að stærstu farþegahöfn landsins (Kólumbusarbryggja og Kólumbusarstöðin), sem annaðist farþega á ferðum yfir Atlantshafið.  Mestum hluta vöruflutninga var beint til Bremen eftir umbætur á Weserskurðinum (1883-94).  Iðnaðurinn byggist aðallega á fiskvinnslu, framleiðslu dósa, tuna og neta.  Skipasmíðar hafa einnig blómstrað.

Í síðari heimsstyrjöldinni urðu miklar skemmdir á miðborginni en hafnarsvæðið slap að mestu.  Bygging Kólumbusarstöðvarinnar árið 1971 endurvakti verzlun og viðskipti í miðborginni.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1987 var tæplega 129 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM