Weimar
í Thüringen er í 240 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn er u.þ.b. 60.000.
Weimar er við ána Ilm. Ein
mesta menningarborg Þýzkalands. Fyrir
tilstuðlan Otto II hittust þar furstar landsins árið 975.
Bærinn var hertogasetur frá 1547 til 1918
(Sachsen-Weimarhertogar). Þegar
karl August hertogi komst til valda árið 1775 og Goethe kom til Weimar
að mið-stöð bókmennta og klassískrar fornbókastefnu í þýzkumælandi
löndum. Í Weimar störfuðu
auk Goethe, Schiller, Herder og Wieland og margir nafntogaðir listamenn
og menningarvitar. Að
Goethe látnum (1832) hélt Weimar stöðu sinni með m.a. Franz Liszt,
Peter Cornelius og Hoffmann von Fallerselben.
Árið 1919 varð Weimar að fundarstað þjóðþingsins
(Weimarstjórnarskráin; Weimarlýðveldið).
Árin 1920- 1952 var Weimar höfuðborg Thüringen.
Goethe og Schiller eru báðir grafnir í borginni.
Núna
er Weimar iðnaðarborg (úr, klukkur, elektróník, landbúnaðarvélar
o.fl.). Á Ettersberg norðvestan
Weimar er skógarsvæðið Buchenwald, þar sem 238.000 manns frá
flestum löndum Evrópu var útrýmt á árunum 1938-45.
Minningarreitur.
*Wittumshöll
er tveggja hæða barokhöll frá 1767.
Nú listasafn (húsgögn, málverk o.fl.; Wielandsafnið).
*Schillerhúsið.
Schiller bjó þar 1802-05 til dauðadags.
Hann skrifaði m.a. Wilhelm Tell.
**Goethehúsið
er tveggja hæða barokbygging frá 1700.
Hann bjó hér 1782-1832. Þar
eru geymdar a.m.k. 5400 bækur Goethes.
*Lucas-Cranachhúsið.
Málarinn bjó þar til dauðadags (1552-3).
Húsið er í endurreisnarstíl
frá 1549. Því var breytt
um 1850.
*Herderkirkjan
var nefnd eftir heimspekingnum fræga.
Hún er síðgotnesk frá síðari hluta 15. aldar.
*Residenzhöllin.
Fyrrum miðaldakastali, sem brann 1424.
Síðari kastalar brunnu líka.
Núverandi höll frá 1789-1803, suðurbyggingin frá 1913.
Forhliðin
er í endurreisnarstíl.
Miðaldaturninn með
barokskreytingum frá 1732. Bastillan
(virkið) er að stofni til síðgotneskt frá 15. öld.
*Goethe- og Schiller skjalasafnið.
Stærsta safn þýzkra bókmennta.
*Garðhús
Goethes
er frá 17. öld. Goethe bjó
þar 1776-82.
*Grafhýsi Goethes og Schillers
(1825) í kirkjugarði fyrir frúarhliði.
*Áminningar- og
minningargrafreiturinn í Buchenwald
(1954-58). |