Würzburg Þýskaland,
Flag of Germany

Rómantíska leiðin . . .

WÜRZBURG
ÞÝSKALAND

.

.

Utanríkisrnt.

Wurzburg í Bæjaralandi er í 182 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 130.000.  Würzburg er gömul franknesk höfuð- og biskupsborg, sem er umkringd vínekrum í einni dalbreiðu Maindalsins.  Hún er háskóla- og tónlistarborg.  Þar er aðalmarkaður vínverzlunar í Franken.  Stærstu vínekrurnar í Þýzkalandi, Bürgerspital, Julusspital og Staatweingut, er þar að finna.  Í hlíðum Schloßberg er ræktað afbragðsvín.  Þrátt fyrir mikið tjón í stríðinu, skartar borgin enn þá gömlum kirkjum og barokbyggingum frá tíma furstabiskupanna.  Hátt yfir Main gnæfir miðaldavirkið Marienberg.

Würzburg var fyrst getið árið 704 sem Castellum Virteburg, byggðar við Mainvaðið við rætur Würzfjalli.  Þá stóð frankneskur hertogabær á hægri bakka Main, sem írskir og skozkir munkar, undir forystu Frankapostulans Kilians (myrtur 689), gerðu að höfuðstað Frankalands.  Árið 706 reisti Hedan II, hertogi, Maríukapelluna á Würzfjalli, sem var síðan nefnt Maríufjall.

Á 12. öld hélt Friðrik I Barbarossa V þjóðþing í Würzburg.  Árið 1156 hélt hann þar brúðkaup sitt með Beatrix af Burgund.  Það var líka hann, sem sló alla biskupa til hertoga.  Sonur hans, Hinrik VI, hélt einnig mörg þjóðþing í borginni.  Á 17. 0g 18. öldu liðu furstabiskuparnir (Schönbornbiskupar) af byggingarástríðu og Balthasar Neumann byggði m.a. Würzburghöllina, sem er mesta verk hans.  Árið 1803 lagði ríkið allar kirkju- og klaustureignir undir sig og 1806-14 var Würzburg stórhertogadæmi í Rínarbandalaginu undir Habsborgaranum Ferdinand af Toscana.  Árið 1815 varð borgin hluti af Bæjaralandi.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM