BNA
eru u.þ.b. 7,8 milljónir km² utan Hawaii (16.641 km²) og Alaska
(1.526.881 km²). Vegalengd
milli austur- og vesturstrandar er u.þ.b. 6.000 km.
Landamæri BNA og Kanada eru 6.400 km löng og landamæri BNA og
Mexíkó 3.200 km. Strandlengjan
er 18.000 km löng. Í heild
teygjast BNA allt frá heimsskautasvæðum (Alaska) til norðurmarka
hitabeltisins (Florida). Íbúafjöldinn
var u.þ.b. 250 milljónir 1995.
Ekki
eru allir sammála um hverjir séu elztu frumbyggjar Ameríku.
Fornminjar, sem fundust við Folsom í Nýju-Mexíkó árin
1925-28, bentu til búsetu manna þar mörgum þúsundum ára fyrr en áður
var ætlað og kolageislamælingar hafa staðfest það.
Indíánarnir, sem Kólumbus nefndi svo, vegna þess, að hann hélt
sig vera kominn til Indlands, munu, líkt og inúítar síðar, hafa komið
frá Norður-Asíu fyrir 10-50 þúsund árum yfir landbrúna, þar sem
Beringsund skilur meginlöndin að nú.
.
|