Illinois og Michigan eru norðan Indiana, Ohio
fyrir austan, Kentucky fyrir sunnan og Illinois fyrir vestan.
Nafn
fylkisins er dregið af hugmyndum landnemanna um þetta svæði sem indíánaland.
Gælunafn fylkisins, „Hoosier State” er dregið af spurningunni
„Who is there”, þegar barið var að dyrum fyrrum. Flatarmál
fylkisins er 93.954 km² (38. stærsta fylki BNA).
Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 5,5 milljónir (7% negrar).
Indiana varð 19. fylki BNA 11. desember 1816. Þrír 19.
aldar forsetar, William Henry Harrison, sonarsonur hans,
Benjamin Harrison og Abraham Lincoln, bjuggu í Indiana
talsvert langan tíma. Iðnaður varð aðalundirstaða
efnahagslífsins snemma á 20. öld en á síðasta áratugi 20. aldar var framleiðsla
landbúnaðarafurða mikilvæg (maís, sojabaunir og svínakjöt). Helztu
borgir eru Indianapolis (höfuðborgin), Fort Wayne, Evansville, Gary,
South Bend og Hammond. |