Bloomington er höfuðstaður
Monroe-sýslu í miðsuðurhluta Indiana-fylkis.
Þessi hluti fylkisins var innlimaður árið 1877.
Þar er talsverður iðnaður (elektrónísk tæki, heimilistæki,
lyftur og tæki til lækninga). Þar
er einnig Indiana-háskóli. Utan
borgarmarkanna eru kalknámur, Monroe-vatn og nokkur náttúruverndarsvæði.
Byggðin hófst í kringum 1816, þegar James Monroe, forseti,
valdi þennan stað fyrir prestaskóla (nú háskólinn).
Nafnið er dregið af miklu blómskrúði, sem blasti við fyrstu
landnemunum. Áætlaður íbúafjöldi
árið 2004 var rúmlega 85 þúsund. |